Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1987, Qupperneq 31

Æskan - 01.12.1987, Qupperneq 31
FRÁ LESENDUM Blóm Blóm eru hlutir (lifandi) sem eru nokkuð vitlausir. Blóm sem vaxa villt í Ástralíu, Havæ, Flórída eða Kína láta garðhúsaeigend- ur eða blómaáhugamenn blekkja sig og vaxa hér á íslandi í gróður- og garðhúsum við 30-40 stiga hita og út- fjólublátt ljós sem gerir alla hluti sjálf- lýsandi. Þeir sem eiga ekki garðhús setja blómin út í glugga og flytja þau eftir sólinni. Þeir setja upp blómaljós og blómabekki, kaupa rakamæla og rakatæki og reyna af bestu getu að halda lífinu í plöntunum. Sum deyja og þá eru keypt ný og stundum deyja þau líka. Fólk gerist félagar í blóma- klúbbum, fær blómabækur og fræ sem ekki er hægt að koma upp nema fara til Perú eða Brasilíu. Margar mömmur eru svona og þeg- ar þær byrja að tala um blóm er ekki hægt að ná sambandi við þær. Þær kaupa sjálfvökvandi potta og reyna að drepa pöddur með eitri eða dýfa pott- inum ofan í grænsápuvatn. Sum blóm þurfa að standa í vatni og mömmurnar láta okkur krakkana hella 5-10 lítrum af vatni ofan í pott- inn. Sum blóm má ekki vökva of mik- ið. Þá drepast þau. Önnur má ekki vökva of lítið og sum verður að vökva mátulega svo að þið sjáið að það er vandasamt verk að vökva blóm þegar maður er látinn í þann starfa. Og svo mega dýrin ekki komast í blómin því að þau eta þau. Þá geta blómin dáið eða eitthvað þvíumlíkt! Sumir eiga aðeins fáein blóm en aðrir eiga stóra blómagarða eða jafn- vel efni í nokkrar blómabúðir. Allir (næstum því) eru óðir í blóm: „Blóm eru úti, blóm eru inni, blóm eru alls staðar.“ Fín vísa? Hún lýstir blómagræðgi sumra. Mörgum líkar vel við blóm en ekki of mikið en blómaáhugamenn safna að sér blómum frá ótrúlegustu stöðum og vita ekki einu sinni nöfnin á þeim öllum. Þetta er orðið töluvert langt því að ekki er hægt að lýsa blómum og blómaáhugamönnum í örfáum orðum eins og knattspyrnu. Knattspyrna: Nokkrir menn í mismunandi bún- ingum hlaupa á eftir svart-hvítri tuðru! Nei, blómarækt verður ekki lýst í örfáum orðum. Ég held að ég ætti ekki að hafa þennan pistil lengri því að blóma- áhugafólk gæti móðgast (meðal þeirra er mamma mín) og hent mér út. Etín Vignisdóttir, Efstasundi 81, Reykjavík. (Bréfið fór í ranga skúffu og hefur of lengi beð- ið birtingar. Fyrirgefðu, Elín) Feröalag leikskólabarnanna Dag nokkurn þegar Sigga, stóra systir Diddu Drafnar, náði í hana í leikskól- ann var henni mikið niðri fyrir. „Sigga, Sigga. Veistu hvað?“ sagði Didda Dröfn æst. „Nei, hvað?“ svaraði Sigga önug. „Ég má kannski fara í ferðalag á morgun,“ sagði Didda og var svolítið montin. „Hmm, huh,“ hnussaði í Siggu. „Ekki hefur mér verið sagt frá því.“ Nú voru þær komnar heim. Didda sagði mömmu sinni og pabba að fóstr- umar í leikskólanum hefðu sagt að þau fæm í ferðalag daginn eftir. Þau borðuðu kvöldmatinn og síðan fór Didda Dröfn að sofa. Morguninn eftir vaknaði hún kl. hálf níu. Æ, æ, hún átti að mæta í leikskólann klukkan níu. Hún klæddi sig í flýti, borðaði og fór í skóna eins hratt og hún gat. „Púff, úff, ah, eh, hemm. Er ég nokkuð of sein, Ásta fóstra?“ spurði Didda vandræðalega. „Nei, nei, vina mín,“ sagði Ásta. „Jæja, þama koma rútumar okkar, krakkar mínir,“ sagði Fríða fóstra. „Úrra,“ hrópaði Nonni litli. Hann var tveggja ára. Þau fóm í bflana og héldu af stað. Didda sat hjá Jófríði frænku sinni. „Krakkar, nú skulum við syngja,“ sagði Ásta. Og þau sungu alla leiðina. Þau fóm fram í dal í beijamó. Didda tíndi krækiber, bláber, aðalbláber og hrútaber. Þau vom allan daginn, tíndu ber, sungu og fóm í leiki. Loks fóm þau heim. Mamma og Sigga tóku á móti Diddu Dröfn. Didda gaf mömmu mikið af beijum. Hún fór þreytt og ánægð í rúmið þetta kvöld. Erna Stefánsdóttir, Sandfellshaga I, öxaifirði Norður-Þingeyjarsýslu. rjMKiuwn f w 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.