Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1987, Page 73

Æskan - 01.12.1987, Page 73
GRÍN ÚR GÖMLUM BLÖÐUM Kennarinn: „Þú kannt ennþá ekkert í því sem þú áttir að læra! Það þarf þolinmæði til að kenna þér. Ef ég væri ekki þá værir þú mesti asni í heimin- um. Maður nokkur, sem átti þrjá syni og fimm dætur, var spurður hversu mörg böm hann ætti. „Ég á þrjá syni,“ svaraði hann, „og hver þeirra á fimm systur. Af því get- urðu reiknað hversu mörg bömin eru.“ „Þau em þá 18,“ svaraði spyij- andinn. Óli kom inn til afa síns og sagði: „Afi, ég kem bara til þess að bjóða þér póða nótt.“ „Eg hef engan tíma núna,“ mælti afi hans. „Komdu heldur í fyrramál- ið.“ Kennarinn: „Hversu margir íbúar eru hér í Svíþjóð?“ Ámi: „4.531.864.“ (Fjórar milljónir, fimm hundruð þijátíu og eitt þúsund, átta hundmð sextíu og fjórir) Kennarinn: „Ekki er það alveg rétt; getur þú sagt það Pétur?“ Pétur: „4.531.863.“ (Fjórar milljónir, fimm hundruð þrjátíu og eitt þúsund, átta hundmð sextíu og þrír) Kennarinn: „Það er alveg rétt.“ Árni: „Já, en ég eignaðist litla systur í nótt og ég hélt að ég ætti að telja hana með.“ (19. tbl. 1. árg., 7. júlí 1898) Dýravinur einn segir svo frá: „Eg átti einu sinni kött sem var mjög vitur og vel vaninn. Hann sat við borðið og át með okkur, hafði disk eins og við og pentudúk bundinn um hálsinn. Þegar hann hafði tæmt diskinn sinn var ég oft vanur að láta bein og ugga á hann af diskinum mínum. Svo var það einhverju sinni þegar farið var að borða að kisa kom ekki undir eins. En þegar við vorum ný- byrjuð kom hún með tvær mýs í munninum, stökk upp á stólinn sinn, lagði aðra músina á diskinn minn en hina á sinn. Hún hefur ætlað að gefa mér mús- ina í staðinn fyrir beinin og uggana er ég hafði gefið henni.“ Kennarinn: „Hvers vegna komstu ekki í skólann í gær?“ Lærisveinninn: „Ég var veikur.“ Kennarinn: „Hvað gekk að þér?“ Lærisveinninn: „Ég hafði tannpínu.“ Kennarinn: „Er þá ekki enn þá verkur í tönninni?" Lærisveinninn: „Ég veit það ekki.“ Kennarinn: „Hvað er þetta? Veistu það ekki?“ Lærisveinninn: „Nei, læknirinn tók hana úr mér í gær og þess vegna getur vel verið verkur í henni þótt ég viti það ekki.“ (5.-6. tbl. 2. árg., 15. des. 1898) Maður nokkur ferðaðist í loftbát. Lítill sonur hans horfði á þegar hann fór af stað og kallaði á eftir honum: „Pabbi, komdu með lítið, fallegt ský handa mér þegar þú kemur niður aftur!“ (10. tbl. 1. árg., 15. febrúar 1898) Drengur nokkur hafði náð mýflugu úti. Hann hljóp með hana til föður síns og sagði: „Pabbi, búðu til úlfalda úr þessari mýflugu.“ „Hvernig getur þér dottið þetta í hug?“ spurði faðirinn. „Mamma sagði um daginn að þú gerðir svo oft úlfalda úr mýflugu.“ Faðirinn: „Nú máttu velja um hvaða stöðu sem þú vilt, Kristján; hvað kýstu helst?“ Kristján: „Ég vil verða hermaður." Faðirinn: „Það er leiðinlegt, þá verð- urðu ef til vill skotinn þegar minnst varir.“ Kristján: „Hverjir skjóta hermenn- ina?“ Faðirinn: „Óvinirnir gera það.“ Kristján: „Þá vil ég heldur verða óvin- ur.“ (1. tbl 2. árg., 6. október 1898) ÞETTA GÚMMÍ-TARSAN í lok nóvember sýndu kunningjar okkar í Gaman-Leikhúsinu leikritið Gúmmí- Tarsan. Sýnt var á Galdra- loftinu að Hafnarstræti 4 í Reykjavík. Þar er lítill salur á 4. hæð og hafa leik- félög fengið þar inni fyrir sýningar sem ekki krefjast mikils rýmis eða mikilla umsvifa. Leikfélag Kópavogs sýndi Gúmmí- Tarsan fyrir fáeinum árum — í ann- arri leikgerð. Þú kannast ef til vill við Gúmmí-Tarsan, öðru nafni ívar Ól- afsson? ívar var lítill og grannur og margir gengu í skrokk á honum með hrindingum og pústrum. En dag einn 73

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.