Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1987, Page 75

Æskan - 01.12.1987, Page 75
veg alveg uppi við gróðurhúsin. En ósköp fór hann klaufalega að þessu öllu saman. Á lögreglustöðinni hittum við yfir- lögregluþjóninn. Ég sagði honum frá öllu sem gerst hafði síðasta sólarhring- inn. Hann skrifaði allt hjá sér og bað okkur Geirlaug síðan að koma með að Skuggabjörgum, vísa á hassið og Baldur. Þegar við komum upp í Skuggadal var enginn heima og allt læst og lok- að. Við sýndum lögreglunni gróður- húsin og var svo leyft að fara heim. Daginn eftir var ég kallaður til lög- reglustöðvarinnar á ný. Baldur hafði komið heim með konuna og drenginn seint um kvöldið. Þar beið lögreglan og var hann tekinn fastur umbúða- laust. Við yfirheyrslur játaði hann að hafa unnið skemmdarverk bæði á húsi mínu og bíl. Hann hafði ætlað að láta Vumma litla segja að álfarnir hefðu verið þar að verki. Sönnunargögn um hassræktina voru svo augljós að Bald- ur reyndi ekkert að þræta fyrir hana. Þegar hann var spurður um ógnanir við mig og notkun hnífsins þá vissi hann ekki hvað hann átti að segja. Þetta hafði allt verið illa skipulagt hjá honum og fór líka allt í vitleysu. Að sjálfsögðu var Baldri stungið inn. Hann var ekki dæmdur í mjög langa fangelsisvist. Konan var víst feg- in að losna við hann og Vummi litli fagnaði ákaft. Sjálfur var ég mjög ánægður að geta snúið mér án truflana að því að leggja veginn um Skuggadal. Sögulok. barnaleikrit með söngvum og döns- um. Það nefnist Sætabrauðskrakkinn og gerist á hillu í eldhúsi að nóttu. Hlutirnir á hillunni lifna við og hafa ýmislegt til málanna að leggja þegar Gauksklukkan missir röddina. Sæta- brauðskrakkinn (leikinn af Ellert Ingimarssyni), ungfrú Pipra (Alda Arnardóttir) og herra Salti (Bjarni Ingvarsson) vilja forða klukkunni frá að lenda í ruslafötunni hjá „þeim stóru“ (fullorðnu fólki) — en mafíu- foringinn Sláni mús ( Grétar Skúla- son) og Gamla hlussan (Saga Jóns- dóttir) leggja steina í götu hans. Áhorfendur hafa tekið þátt í sýn- ingunni af miklu fjöri — eins og að er stefnt og ætlast til. Þórir Steingrímsson er leikstjóri, Sigurður Marteinsson stjórnar hljóm- sveit og Helena Jóhannsdóttir samdi dansa og æfði. Höfundur leikritsins er David Wood en Magnea J. Matthías- dóttir íslenskaði. 75

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.