Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1992, Page 4

Æskan - 01.01.1992, Page 4
ÚRSUT í VERÐLAUNASAMKEPPNI skunnar, Flugleiða og Rík- isútvarpsins liggja nú Ijós fyrir. Verðiaunahafar voru valdir eftir að nefndarmenn höfðu lesið vandlega allar þærsögursem bárust. Erfitt varað gera upp á milli þeirra eins og jafnan áður. Við valið er tekið tillit til aldurs höf- unda. Þess vegna eiga ungir þátttak- endurlíka möguleika á verðlaunum. Það sjáið þið á listanum núna - og hafið séð undanfarin ár. Aðalverðlaunin hlaut Berglind Halldórs- dóttir fyrir söguna Ævintýrið um rósina dýru. Berglind er ellefu ára. Hún á heima að Hjallabrekku 27 í Kópavogi. Þessi skemmtilega og ágæta saga hefur verið les- in í Ríkisútvarpinu og birtist nú hér í Æsk- unni. Aðrar verðlaunasögur verða birtar smám saman. Röð þeirra segir ekki til um hverjar þóttu öðrum betri. Berglind hlýtur að launum ferð með Flug- leiðum til Parísar! Þangað fer líka verðlauna- hafinn Heiðrún Harpa Þórsteinsdóttir, Bárð- artjörn í Þingeyjarsýslu. Hún varð heppn- ust þeirra sem sendu réttar lausnir á get- rauninni. Við óskum þeim og öðrum verðlauna- höfum til hamingju. Öllum þátttakendum þökkum við fyrir að senda sögur og lausn- ir. Viðurkenningarskjöl hafa verið send höf- undum smásagnanna. Dómnefnd skipuðu: Gunnvör Braga rit- stjóri barnaefnis í Ríkisútvarpinu, Halldór Kristjánsson rithöfundur og Margrét Hauks- dóttir deildarstjóri í upplýsingadeild Flug- leiða. SOGUR erglind Halldórsdóttir kom heim frá Bandaríkjunum 1988. Þarhafði hún dvalist með foreldrum sínum í sex ár meðan þeir stunduðu nám. Hún á einn bróður, Hákon Atla. Hann er tíu ára. Þau eru nú í Snælands- skóla í Kópavogi. „Ég var þrjú ár í skóla í borginni Log- an í Utah-fylki. Þar varallt dálítið öðru- vísi en hér. Skóladagurinn var til dæm- is lengri. - Nei, ég fór ekki að semja sögur að ráði fyrr en ég kom hingað heim. Þá var ég að verða átta ára. En ég þurfti að byrja á að læra að lesa og skrifa íslensku..." - Hvað hefur þú gert við sögurnar? „Ég hef sett margar þeirra í blað sem við vinkona mín, Klara Rún Kjartansdóttir, gef- um út. Fyrsta tölublaðið kom út í fyrravor, annað í fyrrahaust og það þriðja verður bráðlega tilbúið. Það eru sögur, þrautir, við- töl og fleira í því. - Já, við seldum seinna blaðið. Það gekk ágætlega.1' - Þú hefur líklega ekki tfma til ann- ars en að læra og gefa út blað ...? „Jú, ég er í Myndlistarskóla Kópavogs og Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. Ég hef lært myndlist í fjögur ár en byrjaði í dansinum í haust. Ég safna líka frímerkj- um. Það hef ég gert frá því að ég var níu ára. Ég á þónokkuð stórt safn af útlensk- um frímerkjum og dálítið af íslenskum - en ekki mjög gömlum. Svo er ég í Þrumu- klúbbnum. Ég er að fara þangað á eftir...“ - Hvernig klúbbur er það? „Við stelpurnar í bekknum erum í hon- um. Við hittust einu sinni í viku á heimil- um okkar, spjöllum saman og borðum eitt- hvað gott." - Hvernig bækur lest þú helst? „Ég hefið lesið ýmislegt. Fyrir nokkrum árum fannst mér ævintýrasögur eftir Enid Blyton skemmtilegastar en nú les ég mest af unglingasögum." - Hefur þú ferðast víða? „Já, dálítið um Bandaríkin og ég hef komið til Kanada - en aldrei til annars Evr- ópulands en íslands." Við vonum að ferðin til Parísar heppnist vel og þær Berglind og Heiðrún Harpa eigi þar gðða daga í sumar. 4 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.