Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 4

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 4
ÚRSUT í VERÐLAUNASAMKEPPNI skunnar, Flugleiða og Rík- isútvarpsins liggja nú Ijós fyrir. Verðiaunahafar voru valdir eftir að nefndarmenn höfðu lesið vandlega allar þærsögursem bárust. Erfitt varað gera upp á milli þeirra eins og jafnan áður. Við valið er tekið tillit til aldurs höf- unda. Þess vegna eiga ungir þátttak- endurlíka möguleika á verðlaunum. Það sjáið þið á listanum núna - og hafið séð undanfarin ár. Aðalverðlaunin hlaut Berglind Halldórs- dóttir fyrir söguna Ævintýrið um rósina dýru. Berglind er ellefu ára. Hún á heima að Hjallabrekku 27 í Kópavogi. Þessi skemmtilega og ágæta saga hefur verið les- in í Ríkisútvarpinu og birtist nú hér í Æsk- unni. Aðrar verðlaunasögur verða birtar smám saman. Röð þeirra segir ekki til um hverjar þóttu öðrum betri. Berglind hlýtur að launum ferð með Flug- leiðum til Parísar! Þangað fer líka verðlauna- hafinn Heiðrún Harpa Þórsteinsdóttir, Bárð- artjörn í Þingeyjarsýslu. Hún varð heppn- ust þeirra sem sendu réttar lausnir á get- rauninni. Við óskum þeim og öðrum verðlauna- höfum til hamingju. Öllum þátttakendum þökkum við fyrir að senda sögur og lausn- ir. Viðurkenningarskjöl hafa verið send höf- undum smásagnanna. Dómnefnd skipuðu: Gunnvör Braga rit- stjóri barnaefnis í Ríkisútvarpinu, Halldór Kristjánsson rithöfundur og Margrét Hauks- dóttir deildarstjóri í upplýsingadeild Flug- leiða. SOGUR erglind Halldórsdóttir kom heim frá Bandaríkjunum 1988. Þarhafði hún dvalist með foreldrum sínum í sex ár meðan þeir stunduðu nám. Hún á einn bróður, Hákon Atla. Hann er tíu ára. Þau eru nú í Snælands- skóla í Kópavogi. „Ég var þrjú ár í skóla í borginni Log- an í Utah-fylki. Þar varallt dálítið öðru- vísi en hér. Skóladagurinn var til dæm- is lengri. - Nei, ég fór ekki að semja sögur að ráði fyrr en ég kom hingað heim. Þá var ég að verða átta ára. En ég þurfti að byrja á að læra að lesa og skrifa íslensku..." - Hvað hefur þú gert við sögurnar? „Ég hef sett margar þeirra í blað sem við vinkona mín, Klara Rún Kjartansdóttir, gef- um út. Fyrsta tölublaðið kom út í fyrravor, annað í fyrrahaust og það þriðja verður bráðlega tilbúið. Það eru sögur, þrautir, við- töl og fleira í því. - Já, við seldum seinna blaðið. Það gekk ágætlega.1' - Þú hefur líklega ekki tfma til ann- ars en að læra og gefa út blað ...? „Jú, ég er í Myndlistarskóla Kópavogs og Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. Ég hef lært myndlist í fjögur ár en byrjaði í dansinum í haust. Ég safna líka frímerkj- um. Það hef ég gert frá því að ég var níu ára. Ég á þónokkuð stórt safn af útlensk- um frímerkjum og dálítið af íslenskum - en ekki mjög gömlum. Svo er ég í Þrumu- klúbbnum. Ég er að fara þangað á eftir...“ - Hvernig klúbbur er það? „Við stelpurnar í bekknum erum í hon- um. Við hittust einu sinni í viku á heimil- um okkar, spjöllum saman og borðum eitt- hvað gott." - Hvernig bækur lest þú helst? „Ég hefið lesið ýmislegt. Fyrir nokkrum árum fannst mér ævintýrasögur eftir Enid Blyton skemmtilegastar en nú les ég mest af unglingasögum." - Hefur þú ferðast víða? „Já, dálítið um Bandaríkin og ég hef komið til Kanada - en aldrei til annars Evr- ópulands en íslands." Við vonum að ferðin til Parísar heppnist vel og þær Berglind og Heiðrún Harpa eigi þar gðða daga í sumar. 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.