Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 4

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 4
ÍSLENSK BÖRN í ÚTLÖNDUM ALLIR ERU DÖKKHÆRÐIR OC BRÚNEYCIR NEMA ÉC! segir Rannveig Grímsdóttir 11 ára. Rannveig hafði átt heima jafnlengi hér og í Danmörku, fimm ár f hvoru landi, þegar hún fluttist með foreldrum sín- um til Síle (Chile) í Suður-Am- eríku. Þar hefur hún dvalist í eitt ár og verður a.m.k. ár í við- bót. Hún kom hingað til íslands í júlí og við gripum tækifærið til að spyrja hana um veru henn- ará fjarlægum slóðum... TALAÐI SPÆNSKU EFTIR MÁNUÐ Rannveig er fædd hérlendis en var einungis þriggja mánaöa þegar foreldrar hennar, Grímur Ólafur Ei- ríksson og Bryndís Unnur Svein- björnsdóttir, héldu til Danmerkur. Þar nam faðir hennar véltækni- fræði í fjögur ár. Síóan komu þau Systkinin Rannveig og Friðrik Máni. heim og settust að á Höfn í Hornafirói. Rannveig var þá í Hafn- arskóla. Friðrik Máni bróðir hennar fæddist hér. Hann er að verða fjög- urra ára. En 8. ágúst 1993 lögðu þau af stað til Síle. Faðir hennar réðst til starfa sem yfirmaóur viðhalds- deildar hjá útgerðarfyrirtækinu Fri- osur. Þau settust að í þorpinu Chacabuco. í Síle er töluð spænska ... - Varstu búin að læra eitthvað í spænsku þegar þú fórst utan? „Nei, ég kunni ekkert í málinu. Ég fór fyrst í einkaskóla til að læra það. Ég var þar í þrjá mánuði en eftir rúmlega einn mánuð gat ég talað spænsku.'1 - Fórstu síðan í almennan skóla? „Nei, þá var komið sumarfrí í skólum! Það er í þrjá mánuði, des- ember til febrúars. Ég byrjaði ekki fyrr en í mars í skólanum í Aisen.“ - Eru þar einungis síleskir nem- endur, auk þín? „Það eru einhverjir frá löndum í Suður-Ameríku. En allir eru svart- hærðir og brúneygir nema ég.“ - Fannstu fyrir því aó skera þig þannig úr að útliti? „Fyrst var dálítið erfitt að vera öðruvísi. Krakkarnir horfðu mikið á mig og hópuðust í kringum mig. En það lagaóist fljótt." KENNARAR SKRIFA ALLT NÁMSEFNI Á TÖFLUNA - Er þetta stór skóli? „Já. Ég held að það séu um 2000 nemendur í honum, 5 til 13 ára.“ - Er skólahald líkt og hér? „Nei, margt er ólíkt. í mínum bekk eru 47 nemendur. í árgangn- um eru tveir bekkir. Kennarinn skrifar allt námsefni á töfluna og við skrifum það í bækur. Maður er ekki með neinar námsbækur heima. Það er einn kennari fyrir hverja námsgrein. Þeir eru flestir á- gætir. Greinarnar eru ekki ósvipað- ar því og hér eru kenndar nema móðurmálið. Og við tökum próf í hverri viku til undirbúnings jóla- og vorprófum. Við erum öll í skólabúningum en kennarar eru oft bara í gallabuxum og peysum. Á morgnana er alltaf bæn í byrj- un. Við erum í skólanum frá hálfníu til hálftvö og frímínútur eru tvisvar á dag. Þá spjöllum við saman. Síð- an er farið í röó og beðin bæn. Á mánudögum eru alltaf sungnir síl- eskir söngvar." / skólabúningnum - með Estrellu vinkonu sinni. 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.