Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 4
ÍSLENSK BÖRN í ÚTLÖNDUM
ALLIR ERU DÖKKHÆRÐIR
OC BRÚNEYCIR NEMA ÉC!
segir Rannveig Grímsdóttir 11 ára.
Rannveig hafði átt heima
jafnlengi hér og í Danmörku,
fimm ár f hvoru landi, þegar
hún fluttist með foreldrum sín-
um til Síle (Chile) í Suður-Am-
eríku. Þar hefur hún dvalist í
eitt ár og verður a.m.k. ár í við-
bót.
Hún kom hingað til íslands í
júlí og við gripum tækifærið til
að spyrja hana um veru henn-
ará fjarlægum slóðum...
TALAÐI SPÆNSKU EFTIR
MÁNUÐ
Rannveig er fædd hérlendis en
var einungis þriggja mánaöa þegar
foreldrar hennar, Grímur Ólafur Ei-
ríksson og Bryndís Unnur Svein-
björnsdóttir, héldu til Danmerkur.
Þar nam faðir hennar véltækni-
fræði í fjögur ár. Síóan komu þau
Systkinin Rannveig og Friðrik Máni.
heim og settust að á Höfn í
Hornafirói. Rannveig var þá í Hafn-
arskóla. Friðrik Máni bróðir hennar
fæddist hér. Hann er að verða fjög-
urra ára.
En 8. ágúst 1993 lögðu þau af
stað til Síle. Faðir hennar réðst til
starfa sem yfirmaóur viðhalds-
deildar hjá útgerðarfyrirtækinu Fri-
osur. Þau settust að í þorpinu
Chacabuco. í Síle er töluð
spænska ...
- Varstu búin að læra eitthvað í
spænsku þegar þú fórst utan?
„Nei, ég kunni ekkert í málinu.
Ég fór fyrst í einkaskóla til að læra
það. Ég var þar í þrjá mánuði en
eftir rúmlega einn mánuð gat ég
talað spænsku.'1
- Fórstu síðan í almennan
skóla?
„Nei, þá var komið sumarfrí í
skólum! Það er í þrjá mánuði, des-
ember til febrúars. Ég byrjaði ekki
fyrr en í mars í skólanum í Aisen.“
- Eru þar einungis síleskir nem-
endur, auk þín?
„Það eru einhverjir frá löndum í
Suður-Ameríku. En allir eru svart-
hærðir og brúneygir nema ég.“
- Fannstu fyrir því aó skera þig
þannig úr að útliti?
„Fyrst var dálítið erfitt að vera
öðruvísi. Krakkarnir horfðu mikið á
mig og hópuðust í kringum mig.
En það lagaóist fljótt."
KENNARAR SKRIFA ALLT
NÁMSEFNI Á TÖFLUNA
- Er þetta stór skóli?
„Já. Ég held að það séu um
2000 nemendur í honum, 5 til 13
ára.“
- Er skólahald líkt og hér?
„Nei, margt er ólíkt. í mínum
bekk eru 47 nemendur. í árgangn-
um eru tveir bekkir. Kennarinn
skrifar allt námsefni á töfluna og
við skrifum það í bækur. Maður er
ekki með neinar námsbækur
heima. Það er einn kennari fyrir
hverja námsgrein. Þeir eru flestir á-
gætir. Greinarnar eru ekki ósvipað-
ar því og hér eru kenndar nema
móðurmálið. Og við tökum próf í
hverri viku til undirbúnings jóla- og
vorprófum.
Við erum öll í skólabúningum en
kennarar eru oft bara í gallabuxum
og peysum.
Á morgnana er alltaf bæn í byrj-
un. Við erum í skólanum frá hálfníu
til hálftvö og frímínútur eru tvisvar
á dag. Þá spjöllum við saman. Síð-
an er farið í röó og beðin bæn. Á
mánudögum eru alltaf sungnir síl-
eskir söngvar."
/ skólabúningnum - með Estrellu vinkonu
sinni.
4 Æ S K A N