Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Síða 12

Æskan - 01.06.1994, Síða 12
FRÁ UNCLINCARECLUNNI BERLÍNARFERÐ UNCMENNA5TÚKUNNAR EDDU FERÐASAGA EFTIR INCiU MARÍU, KRISTÍNU OC ERNU. MYNDIR: ÞÓRHALLUR STÍCSSON Við lögðum af stað 20. júlí í sumar frá Vinabæ í Reykjavík. Við vorum 18: fimm stelpur, sex stálpaðir strák- ar, fimm fullorðnir og tveir sjö ára strákar. Við stönsuðum fyrst á Blönduósi og grilluðum pylsur í garðinum hjá Stebbu, systur Jónu fararstjóra. Síðan var ekið í nánast einni lotu til Seyðisfjarðar. Þar sváf- um við í félagsmiðstöð. Morguninn eftir var farið um borð í Norrænu sem sigldi til Esbjerg í Danmörku. Þaðan fórum við í rútu til Berlínar. Gísli bílstjóri hafði tekið hana með í ferjunni. Við komum þangað um klukkan átta að morgni 25. júlí. í Berlín var haldið alþjóðlegt mót templara. Við reistum tjöld á stóru tjaldsvæði. Þar sáum við fólk frá mörgum löndum og á öllum aldri. Ýmiss konar viðburðir („uppákom- ur“) voru á svæðinu og um það var ekið járnbrautarlestum. Ekkert kost- aði að fara með þeim. í nágrenninu voru verslanir sem við stelpurnar vorum mikið í af því að þar var kaldara en úti. Við vorum svo óheppin að hitabylgja var í Evr- ópu meðan við vorum þarna. Á mótinu áttu að vera íþróttir en þeim varð að mestu að sleppa vegna hitans. En við gerðum okkur margt til gamans. Við fórum t.a.m. í tívolí og skemmtum okkur konung- lega í næstum fimm klukkustundir! í því voru risastór rennibraut („rússí- bani“), töfrateppi, parísarhjól, fjöl- leikahús o.m.fl. Á mótssvæðinu var mikið af geit- ungum. Þeir stungu marga en við stelpurnar sluppum alveg. Eftir mótið ókum við aftur til Dan- merkur. Við sigldum með Norrænu til Færeyja. Þar dvöldumst við í tvo daga í boði færeyskrar ungmenna- stúku. Við skoðuðum okkur dálítið um og gistum í félagsheimili. Þar var snókerboró svo að við gátum haldið keppni. Auðvitað vann einn af strák- unum. Þriðja ágúst sigldum við enn af stað með Norrænu og komum til Seyðisfjarðar klukkan sjö að morgni 4. ágúst. Við fórum eystri leiðina til Reykjavíkur. Að Vinabæ ókum við Enn hér heima - Erna, María Sif, Kristín, Elva Rós, Albert. um hálfellefu um kvöldið. Það voru þreyttir ferðalangar sem stigu út úr rútunni við komuna þangað. Allir voru fengnir að koma heim og höfðu fengið nóg af hita um sinn. En ferðin verður minnisstæð því að hún var mjög skemmtileg. (Ferðasagan er sett saman úr tveimur frásögnum. Inga María ritaði aðra en Kristín og Erna hina). / tívoliinu i Beriin: Davið Svanur, Karl Ingi, Albert Þór, Stefán Þór (baksvipur), Hlynur Freyr. I barnaheimilinu á mótsstað. Æft fyrir fjölleikasýningu. Dönsk stúlka, þýsk forstöðukona, stúlka frá Úkraínu. 7 2 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.