Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 60
LEIKARAKYNNING:
Arnaldur er fæddur 30. júlí 1947 í
Graz í Austurríki. Hann er 185 sm á hæð,
dökkhærður og brúneygður. Hann er
kvæntur Maríu Shriver en hún er systur-
dóttir Kennedy-bræðranna í Bandaríkj-
unum (af þeim lifir einungis Edward;
John F., fyrrum forseti Bandaríkjanna,
og Róbert, f. dómsmálaráðherra, voru
myrtir). Giftingardagur þeirra var 26. apríl
1986 - en þau kynntust 1977 þegar
hann tók þátt í tenniskeppni sem Kenn-
edy-fjölskyldan hélt til ágóða fyrir hjálp-
arstarf. Þau eiga tvær dætur, Katrínu
fimm ára og Kristínu sem líklega er
þriggja. Þau eiga og barn í vændum
(kannski verður það komið í heiminn
þegar þú lest þetta!) Þau dveljast lengst-
um í húsi sínu í Los Angeles en eiga
einnig íbúð í New York.
Faðir hans, Gústaf, var lögregluþjónn.
Hann lést 1972. Móðir hans heitir Aurel-
ia. Hún á enn heima i Austurríki og
þangað hefur hann flogið nokkrum sinn-
um á ári til að heimsækja hana. Hann
átti einn bróður sem lést í umferðarslysi
1971,24 ára.
Sem unglingur var hann grannur og
varð fyrir stríðni skólafélaga sinna. En 15
ára byrjaði hann að styrkja sig með lyft-
ingum og öðrum æfingum. Hann setti
sér strax það mark að verða manna best
vaxinn - þegar metið er eftir vöðvamagni
- og 19 ára var hann valinn Ungherra
Evrópu. Árið eftir hlaut hann fyrst titilinn,
Herra heimur. Hann endurtók þann leik
fimm sinnum - og var einnig valinn Herra
Ólympía í sex skipti.
Arnaldur hélt til Bandaríkjanna 1968
og stundaði nám í rekstrarhagfræði við
háskólann í Wisconsin jafnframt því að
rækta líkama sinn vel og vandlega. Hann
framleiddi einnig líkamsræktar-mynd-
bönd og -bækur. Síðar var hann skipað-
ur formaður nefndar til að örva áhuga á
líkamsrækt og íþróttum - og var með
annan fótinn í Hvíta húsinu þegar Geor-
ge Bush var forseti.
Hann er einn hæstlaunaðisti leikari í
Hollywood. Fyrir leik sinn í Terminator 2
fékk hann 15 milljónir bandarískra dala,
u.þ.b. einn milljarð íslenskra króna! Þen-
ingar renna þó til hans úr fleiri áttum.
Hann á nokkur hús í Los Angeles og
skrifstofubyggingu í Santa Monica en
hún er metin á 10 milljónir dala. Á þess-
um eignum hefur hann þénað 26 milljón-
ir dala undanfarin ár!
Arnaldur hefur einnig sett á stofn
matsölustaði víða um heim ásamt þeim
Sylvester Stallone og Bruce Willis. Þeir
nefna þá „Planet Hollywood". Einn
þeirra er í Lundúnum. Díana prinsessa
fékk sér hamborgara og franskar þar á
opnunardegi! Ekki er aö efa að fjölmargt
frægt fólk sæki staði þessara þekktu
manna - auk almúgans ... Hermt er að
ARNOLD SCHWARZENEGGER
stærsti og glæsilegasti matsölustaðurinn
í keðju „hörkutólanna" verði gerður í líki
jarðarkúlunnar og muni „fljóta" á stóru
stöðuvatni í Disney-skemmtigarðinum.
Hann lék fyrst í kvikmynd 1970. Hún
nefndist Herkúles í Nýju Jórvík. 1979
birtist hann á hvíta tjaldinu með Kirk
Douglas og Ann-Margaret í vestra-gam-
anmynd. 1981 varð hann heimsfrægur
sem villimaðurinn Conan í samnefndri
mynd („Conan, the Barbar“).
Meðal þekktustu mynda sem hann
hefur leikið í eru Tortímandinn („Term-
inator“ 1984 - og nr. 2 1991), „Predator“
(1987), Tvíburarnir (1988), „Total Recall"
(1990), Leikskólalöggan (1990), og „The
Last Action Hero“ (1992). Nú er verið að
sýna myndina, Lygasögu líkast, með
honum og Jamie Lee Curtis í aðalhlut-
verkum.
Hann mun lengi hafa haft hug á að
verða stjórnmálamaður og ekki er
ósennilegt að sá draumur rætist eins og
aðrir sem hann hefur alið með sér. Fjöl-
skyldutengsl og vinsældir ættu ekki að
spilla fyrir. í skoðanakönnun þar vestra
kom í Ijós að meirihluti kjósenda gat vel
hugsað sér Arnald sem ríkisstjóra eða
ráðherra!
Póstfang aðdáendaklúbbs hans er:
Arnold Schwarzenegger,
P.O.Box 1234, Santa Monica,
Ca. 90405, Bandaríkjunum.
I hlutverki Tortimandans.
Sem Herra heimur 1970
Arnaldur hefur verið nefndur
Best vaxni maður i heimi. Hann
hlaut titlana Herra heimur og
Herra Ólympia sex sinnum hvorn.
Um þær mundir var hann 145 sm
um brjóstkassann, armþykktin
ofan olnboga var 56 sm og hann
vó 107 kg!
Með dóttur sina - og við hlið konu sinnar.
MÖRCUM 5INNUM
VALINN HERRA HEIMUR!
6 0 Æ S K A N