Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 37

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 37
FRAMHALDSSAGA LESENDA: OF VENJULEGT - EÐA... Nú er komið að lokum sögunnar. - í 13. kafla flaug vængjaði hesturinn Gullfaxi með þau Hlíf og Kára til galdrakarlsins Rófusar. Verkefni þeirra var að rifa hatt og brjóta staf hans. En hann lagði fyrir þau þrautir. Gætu þau leyst þær myndi friður rikja i heiminum. Ella breyttust þau i styttur. Að boði hans tóku þau fjóra hluti af handahófi: Hárbursta, eitt kíló af kótelettum, vasaljós og lyklakippu. Þau fóru inn í helli en skyndilega skall á kolniðamyrkur... 14. kafli. „Hvað eigum við nú að gera?“ spurði Kári. Ég sagði að við yrðum bara að reyna að ganga áfram. Við gerðum það en rákum okkur hvað eftir ann- að upp undir hrufótt loftið. Loks átt- aði ég mig: „Kári, vasaljósið! Ég kveikti á því í snatri - sem betur fór! Fyrir framan okkur var stór hola. Ég skimaði eftir Ijósgeislanum og sá að við gætum ef til vill smokrað okkur fram hjá holunni á mjórri klettasyllu. „Ég er hafmeyjan Líra. Allir sem koma hingað verða að færa mér ein- hverja gjöf ef þeir ætla að sleppa lif- andi. Gjöfin verður að vera einstak- lega góð því að snyrtileg hafmey eins og ég þarfnast alls hins besta!“ Kári hoppaði upp af ánægju þeg- ar hann uppgötvaði réttu gjöfina. „Hárburstinn! Því ekki hann?! Hún ætti að geta notað hann til þess að greiða síða hárið sitt!“ Þetta var góð uppástunga. Við réttum Líru burstann. Hún varð bæði sár og ánægð. Vissulega vildi hún hann en líka að við slyppum ekki lifandi! Samt sagði hún okkur hvert við skyldum halda: í enn einn helli! Þegar innar dró J heyrðum við brjál- Kári fór á und- an. Ég fylgdi fast á eftir. Þegar ég var komin u.þ.b. hálfa leið skrikaði mér fótur og ég datt hálfvegis niður í holuna. Mértókst að grípa í syllu. Kári teygði hönd sína eftir minni og reyndi að draga mig upp. En ég var of þung! Hann missti takið svo að ég hrapaði á fleygiferð og hann á eftir! Gusugangur! Við höfðum lent í vatni. Þó að það væri ískalt vorum við heppin. Annars hefðum við skoll- ið á klettagólfið. Við klöngruðumst upp úr og veltum fyrir okkur hvað við ættum að gera. Þá heyrðum við sagt fyrir aftan okkur: æðislegt öskur. Vió stönsuðum og hlustuðum. Þetta var eins og í bjarn- dýri, svo mikill var hávaðinn. Þegar óhljóðin hættu læddumst við áfram. Eftir nokkra stund fannst mér eins og okkur væri veitt eftirför. Ég sneri mér hægt við og beindi vasaljósinu fram fyrir mig. Og viti menn, þarna stóð risastórt bjarndýr! „Það er ekki mjög vingjarnlegt á svip!“ hvíslaði ég. Við gengum hægt áfram en greikkuðum svo sporið. Við fundum á okkur að björninn elti. Þegar við vorum farin að hlaupa datt Kára í hug að gefa honum kóteletturnar. Við hentum þeim til hans og hlupum aftur af stað. Ég leit um öxl og sá að hann var að gæða sér á þeim. En nú varð að hafa hraðan á og finna út- gönguleið. Björninn gæti farið aftur af stað. Um leið sá ég grilla í hurð. Ég hljóp að henni og tók í húninn. En hvað nú? Hún var harðlæst! Okkur tókst ekki að opna hana hvernig sem við reyndum. Allt í einu fann ég eitthvað hart í vasanum. Ég tók það upp. „Kári, lyklarnir! Auðvitað notum við þá.“ Við reyndum hvern lykilinn af öðr- um og loks gekk einn að. Sameigin- lega tókst okkur með erfiðismunum að opna - og þeyttumst út í loftin blá! Svo varð allt svart. Ég opnaði augun og sá þá að ég var komin í fjallið heima. Gullfaxi stóð þar á beit (- hann var ekki með vængi). Við hlið hans var Kári. Þegar ég hafði áttað mig hrópaði ég: „Okkur tókst það, Kári, okkur tókst það! Nú ríkir friður á jörðu. Þriðja heimsstyrjöldin geisar ekki. Stafur Rófusar brotnar og hatturinn rifnar. Við verðum ekki styttur og Dranda breytist ekki aftur í vonda norn og ... og ...“ „Um hvað ertu að tala? Ertu orðin gjörsamlega rugluð?" Þetta var Pétur bróðir minn. Hann var kominn með stelpurnar. Ég roðnaði örlítið og sagði: „Æ, við Kári vorum bara að leika okkur!“ Ég deplaði auga til Kára og lagði af stað með systkinum mínum. Seinna komst ég að því að meðan allt þetta ævintýri gerðist stóð tíminn í stað heima! Sem betur fór! En nú hef ég áttað mig á því að enginn er of venjulegur. Ekki einu sinni ég ...! Sögulokin samdi Lilja Ýr Halldórsdóttir (- sjá 5. tbl. bls. 38). Við þökkum enn kærlega öllum þeim sem sendu tillögur að köflum í þessa framhaldssögu. Æ S K A N 3 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.