Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 23

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 23
a& þér líkist mó&ur yðar," svaraði hann loks og dró hana með sér út úr herberginu. „Bíðið hér," sagði hann og skaust burt. Skömmu síðar kom hann tii baka. „Leiðin að stiganum er greið. Ef við hlaupum sér okkur enginn." Hann greip í hönd hennar og hljóp léttum skrefum gegnum dimman ganginn í áttina að stigan- um. Þetta var hringstigi. Þau flýttu sér niður. Á miðri leið voru dyr á stigaganginum og þau urðu að nema staðar. Þau heyrðu þung skref utan við dyrnar. Einhver reif í hurð- ina en fann að hún var læst og flýtti sér burt. Ce'Vanne og litli maðurinn flýttu sér áfram niður stigann. Brátt voru þau komin alla leið. Ce'Vanne hneig örmagna niður á neðstu tröppuna. „Nei, heyrið mig nú! Þér eruð þó ekki orðnar þreyttar nú þegar, prinsessa góð?" sagði litli maðurinn. „Er langt eftir?" spur&i hún. „Nei, nei. Við þurfum bara að komast út úr turninum, yfir litla gras- flöt og síðan yfir hallarsíkið. Þar bíður hestur eftir yður." „Það var gott að heyra." „Eigum við þá að halda áfram?" spurði litli maðurinn. „Já, já," svaraði Ce'Vanne og stóð upp. Litli maðurinn gekk að dyrunum og opnaði rifu. Hann gægðist út og leit varlega í kringum sig. Síðan lok- aði hann aftur. „Rangar dyr," sagði hann. Ce'Vanne kinkaði kolli. „Hér hljóta að vera aðrar dyr," sagði hann hugsi og gekk yfir í hinn endann á herberginu. Mikið rétt, þar var lítil eikarhurð í einu horninu. Hann opnaði og gægðist út. Síðan benti hann Ce'Vanne að koma. Allt í einu heyrðist hróp ofan úr stiganum og þau heyrðu að einhver hljóp af stað niður. „Flýtið yður," hvíslaði litli maður- inn. Ce'Vanne skaust til hans og á eftir honum út um dyrnar. Þau hlupu saman yfir grasflötina í átt til hallar- síkisins. Þar lá smá bátkæna. Þau stukku um borð og litli maðurinn greip árar og reri burt sem mest hann mátti. Þau heyr&u hermenn hrópa en hrópin fjarlægðust meir og meir eftir því sem þau komust lengra frá bakkanum. Snjórinn féll þétt og án afláts og í myrkrinu voru þau næstum ósýnileg úti á vatninu. Bát- urinn skreið hratt áfram og eftir skamma stund rakst hann á land. Litli maðurinn batt hann við stóran stein sem stóð upp úr vatninu og bar síðan Ce'Vanne í land. Hann dró hana með sér inn í skóginn og viti menn: Þar stóð stór svartur hestur bundinn við tré. „Þessi hérna hjálpar yður að kom- ast burt," sag&i litli maðurinn. "Flýt- ið yður nú áður en hermennirnir komast yfir hallarsíkið." „Ó, þakka yður innilega fyrir hjálpina, góbi maður," sagði Ce'Vanne, leysti hestinn og steig á bak. „En hvað verður nú um ybur?" „Hafið engar áhyggjur. Þeir ná mér aldrei. Flýtið yður nú af stað." Ce'Vanne sló hælunum í síðu hestsins sem tók á stökk. Litli maðurinn gekk aftur niður að hallarsíkinu. í fjarska heyr&i hann ráðvillt hróp hermannanna. Þeir höfðu greinilega sett bát á flot á sík- inu. Að þeim skyldi ekki hugkvæmast að fella niður hallarbrúna í flýtinum! Hann gekk til baka inn í skóginn. Ör- skammt frá þeim stað þar sem hest- urinn hafði staðið var lítill klettur. Litli maðurinn gekk að honum og barbi eitt högg. Inni heyrðist hlátur og skraf. Allt í einu kom einhver út úr klettinum. Það var lítill, dökk- hærður strákhnokki sem var var mjög líkur manninum. „Hvernig gekk þetta, pabbi? Slapp hún burt?" spurði hann ákafur. „Ójá, já. Það gerði hún reyndar," svaraði maðurinn. „En fínt! Komdu," sagði strákurinn og dró pabba sinn með sér inn. „Maturinn bíður eftir okkur." Þeir hurfu inn í klettinn sem lokað- ist á eftir þeim. Snjórinn hélt áfram ab falla og brátt sáust þess engin merki að þarna hefði nokkurn tíma verið nokkur manneskja á ferð. (María hlaut aukaverblaun fyrir söguna í samkeppni Æskunnar, Flug- leiba og Ríkisútvarpsins í fyrra). Æ S K A N 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.