Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 44

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 44
Titíll: Egg 94 Flytjendur: Ýmsir Egg 94 er fyrsta alvöru metnaðarfulla íslenska tölvupopps-safnplatan. Hér er ekkert niðursoðið danspopp heldur eins konar „minimalískt nýaldarsveim". Hug- urinn hvarflar líka til þýskra frumherja á borð við „Tangerine Drearn" og „- Kraftwerks" og Bretans Roberts Wyatts. Ajax og T-World hefja plötuna til flugs af yfirvegun hinna gamalreyndu. Við af þeim taka Svala Björgvinsdóttir (Scope) og „Underground Family“. Þau eru einu syngjandi tölvupopparar Eggsins og Ijá plötunni æskilegan fjölbreytileik. í öðru lagi U.F. er kryddað með ekta rabbsöng. Lög hinna ellefu flytjendanna lúta öðr- um lögmálum. Stígandi og draumkennd sveimstemming er takmarkið. Grípandi laglínur myndu einungis trufla. Meðallengd laganna þrettán er hálf sjötta mínúta. Fæst eru þau teygð um of. Leiðinlegt er að sjá flytjendur nefna sig og lög sín upp á enskan móð. Lagið Tungl 12 með Kusum er ánægjuleg und- antekning. Þar er jafnfrant um eitt sterkasta lag plötunnar að ræða, ásamt lögum Ajax, T-World og Spacemann Spliff. Vegna sérstöðu sveimpoppsins er ekki hægt að brúka hefðbundna ein- kunnagjöf. Þess í stað fær það eina heildareinkunn, 6,0. Titill: Bíódagar Flytjendur: Ýmsir Á Bíódaga-plötunni eru 15 lög úr samnefndri kvikmynd Friðriks Þórs Frið- rikssonar. Aðeins titillagið er nýtt. Hin eru gamlir, sívinsælir slagarar, þar af fjórir með erlendum flytjendum. Þetta eru allt góð og merkileg lög, að undanskildu lagi Roys Rogers. Það er frekar lélegt. En það er ómissandi í sam- hengi við myndina. Lag 12. septembers, Blikandi haf, minnir á sterka stöðu templara í skemmtanalífi fyrri áratuga. Lagið er úr danslagakeppni templara. Hún var há- punkturinn í dægurlagaheimi þess tíma. Þátttakendurnir urðu sjálfkrafa helstu stjörnur landsins. Fram til þessa hefði engum dottið í hug að Blikandi haf, Allt á floti, Vorkvöld í Reykjavík og hin íslensku lögin ættu eftir að lenda á safnplötu með fyrsta þungarokklaginu, „You Really Got Me“ með Kinks og hinu fræga „House of The Rising Sun“ með Animals. Merkilegt er að titillagið hans Bubba gefur þessum gömlu perlum ekkert eftir. Það er grípandi, þróttmikið og ferskt. Texti hans stingur ekki heldur í stúf við gömlu textana sem eru mun skárri en dæmigerðir íslenskir dægurlagatextar síðasta aldarfjórðungs. Heildarútkoman er þægileg og fjöl- breytt fjölskylduplata sem á eftir að lifa lengur en lunginn af hinum skammlífu dægurflugum sem heyrast mest í út- varpinu núna. Einkunn: 9,0 (lög), 6,0 (textar), 7,5 (túlkun) = 7,5. Titill: Kombóið Flytjandi: Hljómsveitin Kombóið. Framverði Kombósins, Ellen Krist- jánsdóttur, fyrirgefst næstum því að semja flesta söngtexta sína á ensku. Hún er nefnilega fædd og uppalin í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þrír af tíu söngtextum plötunnar eru líka skráðir á Bandaríkjamenn. Að óreyndu hefði mátt ætla að söng- rödd Ellenar væri ekki nægilega blæ- brigðarík til að valda heilli plötu. En það er öðru nær. Mjúkur og fínlegur söngstíll hennar fellur einkar vel að djasskennd- um og hugljúfum ballöðunum. Söngur- inn og undirleikurinn styðja hvort annað þar sem á þarf að halda. Með einlægni að vopni er sneytt fimlega fram hjá væmni og tilgerð í angurværustu köflun- um. Þetta er biátt áfram og eðlilegt eins og hjá Cowboy Junkies og David „Twin Þeaks“ Lynch. Vinalegt og þægilegt. Bestu lögin: Gamall maður (eftir Ellen) og Blue Skies (eftirTom Waits). Einkunn: 8,0 (lög), 4.5 (textar), 8.5 (túlkun) = 7,0. ómsveitm Unun m^nborðs pað ia Dr. Gunna 'u má/i hvor dokt- ptir svo sem eng heirra é eitt rirm eriGnumfnplötunni, Smekk- esta lagið asatnp , ^ gf betr( >yZu-P^nnar'HeyrðU4- Teasj°íÍPálmason-söngvari mZveÍar-nnT SérStætt nafn *egarZ?™Z7ósrTíatÍlþ ess fyrra er alr/kislögregltn ' uppraeta söfnuð , ynd'að Dúettinn T-World sannarenn einu sinni að Islendingar standa erlendum tölvupoppurum ekki að baki. 4 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.