Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 17

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 17
GOD RAÐ! Berglind, Magnús, Tómas - og aftar- Vanda, Eðvarð og Hrafnhildur. bækur. Flestar þeirra urðu metsölubæk- ur. Af þeim má nefna Fimmtán ára á föstu og Sextán ára í sambúð, auk verð- launabókarinnar, Meiriháttar stefnumót (Skólamálaráð Reykjavíkur: Besta frum- samda barnabókin 1988). Hrafnhildur Valgarðsdóttir rit- höfundur og kennari. Flún hefur kennt og verið skólastjóri en rekur nú eigin útgáfu. Hún var um skeið ritstjóri tímaritsins ABC og hefur oft lagt Æskunni til efni, m.a. framhaldssöguna um Rósina Jónas. Hrafnhildur hefur samið sjö barna- og unglingabækur sem allar hafa hlotið mjög góðar viðtökur lesenda. Fyrsta unglingasaga hennar, Leðurjakkar og spariskór, fékk verðlaun í samkeppni Stórstúku íslands I.O.G.T. Magnús Scheving þolfimimeistari og Á forsíðu þessa tölublaðs og hér á síðunni sjáið þið mynd af ágætu fólki sem hefur fallist á að gefa góð ráð um efni og útlit Æskunnar. En þið, allir les- endur blaðsins, eigið að sjálfsögðu líka að leggja ykkar til málanna. Það hafa margir gert í bréfum til okkar. í næsta tölublaði verður sérstaklega leitað eftir áliti ykkar. Þá verðið þið beðin að svara spurningum og senda svörin til Æskunnar. Nokkrir þátttakendur í þeirri skoðanakönnun fá verðlaun! RÁÐGJAFARNIR Ætlunin er að þessi hópur verði okkur til ráðuneytis í eitt ár. Þá fáum við aðra til aðstoðar. Við leitum til fólks sem hefur starfað með börnum og unglingum og veljum líka einhverja unga áskrifendur. Þessir skipa fyrsta ráðgjafa-hópinn: Berglind Halldórsdóttir 14 ára. Hún hefur verið áskrif- andi að blaðinu í mörg ár og unnið til verðlauna fyrir Ijóð og sögur. Sjálf hefur hún rekiö klúbb með því markmiði að vernda umhverfið. Hann nefn- ist, Krakkar sem vilja hreina jörð, og er íslensk deild í al- þjóðlegum samtökum. Hún hefur líka gefið út fréttabréf klúbbsins. Frá þessu hefur verið sagt í Æskunni (t.a.m. 7. tbl. 1993, bls. 28). Berglind hefur líka áhuga á skíða- og skautaferðum, hjólreiðum og ferðalögum. Eðvarð Ingólfsson rit- höfundur og guðfræðinemi hóf störf sem blaðamaður Æskunnar 1982 og var ritstjóri blaðsins 1985-1990. Eðvarð var umsjónarmaður nokkurra afar vinsælla unglingaþátta á Rás 2 og hafði ávallt unglinga sér til aðstoðar við gerð þátt- anna og flutning. Hann hefur samið níu barna- og unglinga- -kennari. Hann hefur kennt þolfimi í níu ár og vinnur nú við að halda sýningar og kenna hér og erlendis og reka líkams- ræktarstöð. Hann sér um þátt í Æskunni og mun efna til þolfimikeppni unglinga um allt land í haust - enda hefur hann afar gott lag á og ánægju af að starfa með börnum og unglingum. Magnús er Evrópumeistari í þolfimi og varð í öðru sæti í heimsmeistarkeppninni í Japan í vor með nánast sömu stigatölu og sigur- vegarinn, Japani... Tómas Jónasson 14 ára er liðtækur Ijósmyndari þótt ungur sé að árum. Hann hefur t.a.m. tekið myndir fyrir Æsk- una og tímaritið Heilbrigðismál. Hann hefur nokkrum sinnum unnið til verð- launa í Ijósmyndakeppni Æskunnar (sjá 8. og 9. tbl. 1993). Tómas hefur auk þess sérstakan áhuga á kvikmyndum og tölvum. Hann hefur líka gaman af að að afla sér fróðleiks úr ýmsum áttum og leika körfuknatt- leik. Vanda Sigurgeirsdóttir er forstöðumaður félags- miðstöðvarinnar Ársels í Reykjavík og hefur starfað mikið með börnum og ung- lingum. Eftir stúdentspróf stundaði hún nám í Svíþjóð í tvö ár. Það laut að stjórnun félagsmiðstöðva. Vanda hefur stundað ýmsar greinar íþrótta, einkum knattspyrnu og körfuknattleik, og leikur með landsliði kvenna í knattspyrnu. Hún æfði stúlknalandsliðið 1992 og 1993 og þjálfar nú meist- araflokk Breiðabliks ásamt því að leika með liðinu. Breiðaþlik varð bikarmeist- ari í knattspyrnu kvenna 1994 - og (slandsmeistari (tel ég mér óhætt að fullyrða 24. ágúst þegar þrír leikir eru eftir og liöið þarf ein- ungis að vinna einn þeirra!) Æ S K A N 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.