Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 38

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 38
/ Norðmenn um Svía: A Svíi hafði keypt sér nýja skó. Afgreiðslustúlkan varaði hann við: „Þeir gætu þrengt að tánum fyrstu dagana." „Það er allt í lagi. Ég ætla ekki að nota þá fyrr en eftir viku ..." Svíi nokkur fór á ísfiskveiðar og kom heim með 790 tonn af ísklumpum ... „Veistu hvernig Svíar telja peninga?" „Nei..." „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm og einn í viðbót, og einn í viðbót ...!“ A - Hefur þú heyrt um Svíann sem færði húsið sitt um tvo metra til að strengja þvottasnúruna sem var fest milli þess og staursins? - Eða þann sem heimtaði að fá að skipta hálsbindinu af því að annar endinn væri lengri en hinn? Og um sjálfasig: A Norðmaður, Svíi og Dani hugðust synda til Ameríku. Sví- inn komst nokkrar mílur áður en hann gafst upp. Daninn synti hálfa leið en varð þá að gefast upp. Norðmaðurinn synti þar til hann sá til lands. Þá sagði hann: „Nú er nóg komið. Ég hef séð Ameríku!" Síðan sneri hann við og synti heim! A „Þú átt að reikna þrjár blað- síðurfyrir morgundaginn!" „Æ, aumingja pabbi...“ „Þú lítur ósköp illa út!“ „Já, ég borðaði þvottaefni.“ „Hvers vegna í ósköpunum?" „Ég las á pakkanum að efnið fjar- lægði fitu.“ A Maður nokkur bað um gist- ingu í hóteli í Afríku en var sagt að það væri einungis fyrir svert- ingja. Hann fór þá í verslun, keypti skóáþurð og sverti sig í framan. Bragðið heppnaðist. Hann fékk ágætt herbergi og bað afgreiðslumanninn að hringja til sín kl. sjö. Hann var vakinn á réttum tíma. Þegar hann kom í lestina fór hann inn á salerni til að þvo af sér litinn. En það tókst ekki hvernig sem hann nuddaði. Þá rann upp fyrir honum Ijós. Starfslið hótelsins hafði vakið vitlausan mann! A Presturinn horfði alvarlegum augum yfir söfnuðinn og sagði: „Þegar ég sé alla koma akandi hingað á dýrum bílum spyr ég mig: „Hvareru þeir fátæku?“ En ég hlýt að spyrja annarrar spurningar þegar ég lít í söfnun- arbaukinn eftir messuna: „Hvað varð af öllum þeim ríku?““ A „Af hverju ertu svona reiður, Palli?“ „Af því að það fer svo mikið fyrir Pésa í rúminu?" „Hann má hafa helminginn. Tekur hann meira pláss?“ „Nei, en hann heimtar að hafa sinn helming í miðju rúminu!" A Á bókasafninu: „Ég fann hundrað krónur í þessari bók. Áttu fleiri eftir sama höfund?" A Viðskiptavinur: Ég þarf að kvarta! Kaupmaður: Nú, hvað er að? Viðskiptavinur: í gær keypti ég rækjusalat hjá þér en ég fann ekki eina einustu rækju í því! Kaupmaðurinn: Hvað með það? Hefur þú nokkurn tíma fundið ítala í ítölsku salati? „Af hverju er litli bróðir þinn að gráta?" „Af því að hann fékk ekkert af sneiðinni minni." „Hann átti sína kökusneið..." „Já, já. En hann grenjaði líka þegarég borðaði hana!“ A „Gjörðu svo vel! Hér eru svefntöflurnar. Þetta ætti að duga í sex vikur." „Hvað segirðu, maður! Ég hef ekki tíma til að sofa svo lengi!" A „Dóttir mín er bara þriggja ára en hún kann að lesa nafnið sitt afturá bak!“ „Það kalla ég gott. Hvað heitir hún?“ „Anna.“ A „Þessi kona hefur orðið að þola mikið fyrir trú sína.“ „Skelfing er að heyra þetta!“ „Já, hún trúir því að hún eigi að nota skó númer 36!“ A „Af hverju þurfum við að læra ensku, kennari?" „Spurðu ekki svona, Högni minn! Það er ótalmargt fólk í heiminum sem talarensku og ...“ „Já, er það ekki orðið alveg nógu margt?“ A „Heldur þú að til séu fljúgandi diskar?" „Já, ég er ekki í neinum vafa um það.“ „Hefur þú nokkurn tíma séð fljúgandi disk?“ „Já, marga! En það er orðið langt síðan. Það var áður en við kona mín skildum. Hún var afar skapheit..." „Takið á, drengir! Annars komumst við ekki á loft!“ 3 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.