Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 26

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 26
á námskeið sem haldin eru fyrir ungt listafólk og tekið þátt í samkeppni ef til hennar er efnt. Ég geymi Ijóð, sem fylgdi bréfinu, þar til dómnefnd kemur saman til að velja verðlaunaljóð í samkeppni okkar. Hún er kynnt á hverju hausti. Sendu meira þá! HESTAROÖ HERRA HEIMUR Kæri Æskupóstur! 1. Gætuð þið birt vegg- mynd af Fagra-Blakki eða einhverjum erlendum hest- um eins og honum? 2. Er til einhver hesta- klúbbur? 3. Gætuð þið birt fróð- leiksmola og veggmynd með Arnold Schwarze- negger? 4. Er ekki hægt að senda veggmyndirnar án þess að komi brot og göt á þær? Es.: Eva og Adam er frá- bær saga. Æskan er frá- bært blað. Hestamaðurinn. Svar: 1. Veggmyndir af hest- um hafa oft fylgt blaðinu. En við munum hafa þetta í huga. 2. Við vitum ekki um neinn - ef þú átt við klúbb sem sendir félögum myndir og fróðleiksmola. 3. Já, það skulum við gera, að beiðni þinni og fleiri! 4. Nei. Veggmyndirnar verður að hefta í blaðið. PENNAVINIR í VESTURÁTT Kæri Æskupóstur! Getið þið birt heimilis- fang hjá bandarískum blöðum með pennavina- dálki? [ 4. tbl. sögðuð þið frá hvernig ætti að tala við hunda. Gildir það sama um kýr og hesta? Ein forvitin. Kæra Æska! Getur þú sagt mér hvert er heimilisfang Siggu Bein- teins? Viltu birta nöfn græn- lenskra pennavina? A.Þ. Svar: Fyrra bréfið var sent áður en 5. tbl. kom út. í því voru birt heimilisföng nokkurra pennavina- klúbba og blaða með pennavinadálkum, m.a. í Bandaríkjunum. Við minn- um á að flestir klúbbarnir eru alþjóðlegir og geta út- vegað pennavini í mörg- um löndum. Tvö alþjóðleg svarmerki þarf að senda með bréfi. Þau fást á pósthúsum. Við höfum ekki fengið bréf frá börnum á Græn- landi. En reyna má að senda bréf til dagblaðs þar og biðja um birtingu á beiðni um pennavini. Rita má á dönsku eða ensku. Póstfang þess er: Gronlandsposten, Postboks 39, Industrivej 43, 3900 Nuuk, Grænlandi. Eflaust gildir hið sama um kýr, hesta og hunda: Að horfa beri í augu þeirra þegar við þau er talað en ekki stara án af- láts! Greinin fjallaði raunar mest um hvernig skilja mætti hunda af svip þeirra og hreyfingum. Við höfum ekki sams konar upplýsingar um kýrnar og hestana. Við birtum ekki heimil- isföng vinsæls fólks hér á landi. En stundum er nóg að líta í símaskrána ... STRÁKARNIR ... Frábæra Æska! Ég hef alveg rosalega gaman af The Boys. Ég vildi gjarnan að það yrði aftur grein um þá og vegg- mynd af þeim eins og var í 8. tbi. 1993 en ekki það sama og síðast. Að lokum vil ég þakka fyrir gott blað. Hneta. Svar: Nýjar upplýsingar um þessa vinsælu drengi eru á blaðsíðu 20. Kærar þakkir fyrir bréfin, allir bréfritarar! Aldrei reynist unnt að svara öllum spurning- um. En við geymum bréfin og gluggum í þau þegar gengið er frá Æskupóstinum. Ritið ávallt nafn og póstfang! 2 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.