Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1994, Qupperneq 29

Æskan - 01.06.1994, Qupperneq 29
I)ÝKI\ OKKAR ÍKORNAR Eitt af þeim fallegu dýrum sem þið hafið oft séð á skjánum - í fræðsluþáttum og kvikmyndum - er íkorni. Binna og Bogga báðu okkur að segja dálítið frá honum. íkorninn er skógardýr. Hann er al- gengastur á barrskógasvæðum enda nærist hann einkum á fræjum úr könglum. Þó er hann einnig í lauf- skógum og leggur sér þá til munns sveppi, ýmsa blómknappa, beyki- hnot og stöku sinnum skordýr og jafnvel unga. Ýmsir hafa haft á hon- um illan bifur vegna þess að hann éti egg og unga. En við rannsókn á maga 1600 íkorna fundust í einungis fjórum þeirra leifar sem bentu til þess. Þetta mun því hafa verið orð- um aukið. LOFTFIMLEIKAR íkorninn er liðugur og afreksdýr í loftfimleikum! Hann getur stokkið, eða a.m.k. fallið, 10-15 metra án þess að meiða sig. Skottið, sem er langt og vaxið löngum hárum, dreg- ur úr hraðanum eins og fallhlíf. Hann beitir því einnig sem stýri. Hann er af nagdýraætt. Til eru ýmsar tegundir í íkornafjölskyldunni, ýmist klifurdýr eða dýr sem grafa sig í jörð. Við fjöllum hér um þann sem algengur er á Norðurlöndum. Hann er um 25 sm á lengd og við bætist skottið, um 20 sm! Litur er misjafn, rauður, dökkbrúnn eða næstum svartur og allt þar á milli - þó er bringan jafnan hvít. Um vetur verður hann gráleitur. Áður fyrr var maðurinn helsti óvin- ur íkornans - á vetrum. Gráa skinnið var eftirsótt vegna þess að úr því voru saumaðar loðskinnsflíkur. Um 1940 var felld allt að hálfri milljón dýra á ári í Svíþjóð. En nú eru íkorn- ar sjaldan skotnir þar. FINNUR STAÐINN EKKI AFTUR íkorninn hefur skýr og falleg augu. En ýmislegt hefur þótt benda til þess að hann sé ekki meðal skynsömustu skógardýra. Hann er t.a.m. mjög gleyminn. Hann hamast við að safna fræjum og felur þau á mörgum stöð- um - en finnur þá oft ekki aftur! Það er mikið starf að afla nægrar fæðu úr könglunum. íkorninn þarf að „afhýða“ 100 til 200 köngla á dag til að fá fylli sína af fræjum! Stundum vex lítið af könglum. Þá reynist dýrunum erfitt að lifa vetur- inn. Þegar verst hefur árað að þessu leyti hafa þau farið í „fjöldagöngu" eins og læmingjar gera. Þá geta hundruð þúsunda dýra haldið í sömu átt. Þau víkja ekki fyrir neinu og geta jafnvel synt yfir breiðar ár. En þetta gerist mjög sjaldan. íkorninn er ekki félagslyndur. Oft- ast er hann einn á báti. Segja má að einu skiptin sem hann kærir sig um að hitta aðra séu þegar dýrin para sig. Það gerist í febrúar eða mars. Þá má sjá karldýr elta kvendýr upp í tré. En hún rekur hann burt þegar þessu tímabili lýkur! Kvendýrið elur unga í kúlulaga hreiðri. Þeir eru þrír til sjö að tölu, oftast fjórir. í þessari frásögn var m.a. stuðst við grein í Kamratposten, sænsku barna- og unglingablaði (eftir Claes Nero). Sænskt heiti íkornans er „ekorre“. En í lok greinarinnar er nefnt að elsta þekkt heiti dýrsins á sænsku sé „ikorn"! Æ S K A N 2 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.