Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 45

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 45
HÉÐAN ÞAÐAN ELSTU ÞRÍBURAR í HEIMI Þríburarnir, nú 95 ára, - og 13 ára, 1912. Þær voru afar vinsælará æskuárum sínum. „ Við vorum fengnar til að koma fram hvar sem við fórum, “ segir Charitas sem gjarnan hefur orð fyrir þeim. HEIMSMEISTARI í HUGARREIKNINGI Gert Mittring var byrjaður að reikna áður en hann fór að tala! Hann er heimsmeist- ari í hugarreikningi! Hann býr yfir ótrúlegri stærðfræðikunn- áttu og getur reiknað afar flókin dæmi í huganum á ör- fáum sekúndum. Gert kom hingað til lands í júlí í fylgd dr. Idu Fleisch, for- manns tveggja félaga sem stofnuð voru fyrir fólk með háa greindarvísitölu. Þegar biaðamaður Morg- unblaðsins bað hann að reikna kvaðratrótina af 439.447.369 kom svarið sjálfkrafa og án nokkurrar umhugsunar: „Tveir, núll, níu, sex, þrír.“ „Hann er með feiknalega háa greindarvísitölu," segir ída, „himinháa." Reyndar er heilastarfsemi hans rannsóknarefni í nokkrum háskólum í Banda- ríkjunum þar sem vísinda- menn velta því fyrir sér hvernig heilinn geti unnið úr flóknum viðfangsefnum á jafn skömmum tíma og raun ber vitni. Hann komst t.a.m. á forsíður þýskra dgblaða nýlega þegar hann reiknaði kvaðratrótina 137 af þúsund stafa tölu á minna en fimm mínútum. Slíkt er jafnvel hraðvirkustu og fullkomnustu tölvum ofviða! Hann getur líka reiknað úr vikudagana alveg frá 1582. Þegar spurt var hvaða viku- dagur 6. desember 1971 hefði verið svaraði hann án þess að hugsa sig um: „Mánudagur." „Hvernig ferðu að þessu?“ var spurt. „Þetta kemur af sjálfu sér,“ sagði hann og brosti af barnslegri einlægni. (Úr Morgunblaðinu 19. júlí sl.) Systurnar Trú, Von og Kærleikur (Faith, Hope og Charity) eru samtals 285 ára gamlar og elstu þríburar í heimi - samkvæmt Heims- metabók Guinnes. Þær voru fæddar 18. maí 1899 á sveitabæ í Texas. Læknirinn, sem tók á móti þeim, lagði til að þær yrðu skírðar Lillie, Lola og Lula en foreldrarnir gátu ómögulega gert upp hug sinn. Það var ekki fyrr en sex mánuðum síðar að börn- in voru skírð - eftir að for- setafrúin Frances Cleve- land, eiginkona Grover Cleveland, hafði frétt af vandræðum foreldranna og stungið upp á nöfnunum Faith, Hope og Charity. Þess má geta að Trú, von og kær- leikur eru einkunnarorð barnastúkna Góðtemplara- reglunnar (en hún var stofnuð í Bandaríkjunum 1851). Ef- laust hefur forsetafrúin þekkt vel til þeirra og ekki ólíklegt að hún hafi starfað í barna- stúku. Þær eiga enn heima í Texas, nú á elliheimili í Sweetwater. „Það er dásamlegt að lifa svona lengi,“ segir Charity. Þó hefur hún þrisvar sinn- um orðið ekkja og börn hennar létust ung. „Það eina sem ég veit er að ég er á lífi og nýt þess,“ bætir hún við. Einu sinni sendi hún Faith á stefnumót fyrir sig. „Hann tók ekki eftir neinni breytingu," segir hún og hlær. Þær eru furðu ernar: „Við spilum dómínó og leikum okkur í nánast hvaða leik sem nöfnum tjáir að nefna, gamaldags leikjum.“ Systurnar eru hver í sínu herbergi á elliheimilinu - og ekki að ástæðulausu. „Þær rífast stundum enn þá!“ segir umsjónarmaður dvalarheimilisins, „alveg eins og allar systur gera.“ Gert Mittring var byrjaður að reikna áður en hann fór að tala. Ljósmynd: Morgunblaðið/Kristinn. Æ S K A N 4 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.