Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 22

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 22
MIÐSVETRARFLOTTINN eftir Maríu Bjarkadóttur 14 ára. Einhvers sta&ar langt úti í hinum stóra heimi var eitt sinn konungshöll. Á henni var stór turn og efst í hon- um var lítið herbergi. Litla prinsessan gekk óþolinmóð fram og aftur í turnherberginu. Það er ef til vill ekki rétt að segja að hún hafi verið lítil því að hún var orðin átján ára. Hún var falleg sem gull, hörund hennar var bjart sem dagur, hár hennar dökkt sem nótt og augu hennar ísblá. Hún hét Ce'Vanne eftir móöur sinni sem hafði dáið þegar litla prinsessam var ung. Ce'Vanne hafði verið lokuð inni í turnherberginu í tvö ár. Það var faðir hennar, Alarik konungur, sem hafði látið loka hana inni. Hún vissi ekki hvers vegna en grunaði að það væri vegna þess hve mjög hún líktist móður sinni. Ce'Vanne gekk um og beið eftir að sólin settist. Þá voru nefnilega vaktaskipti og varðmaðurinn, sem átti að taka við, hafði lofað að hjálpa henni að flýja. Henni fannst reyndar eitthvað skrýtið við þennan vörð. Hann líktist meir álfi en manni, lítill og mjór. Hún leit út um gluggann og sá að það var byrjað að snjóa. Hún vonaði innilega að það snjóaði alla nóttina. Hægt og hægt seig sól- in á himninum uns hún hvarf niöur fyrir sjóndeildarhringinn og það tók að rökkva. Allt í einu hrökk hún við. Einhver sneri lyklinum og opnaði hurðina. Stundin var varla komin þar sem enn var ekki orðið dimmt. Dyrnar opnuð- ust hægt og Ce'Vanne hélt niðri í sér andanum. Henni létti þegar hún sá hver þetta var. Það var bara stóra og feita þjónustustúlkan sem færði henni kvöldmatinn. Þjónustustúlkan gekk að borðinu og lagði frá sér bakkann með matnum. „Reyndu nú að borða svolítið, prinsessa litla," sagði hún kvíðin á svip. „Þú ert orðin svo ósköp lítil og mjó upp á síðkastið." Þegar Ce'Vanne leit upp kom hún auga á lítinn mann sem stóð í dyra- gættinni. Hann veifaði henni glað- lega og hún sá að varir hans mynd- uðu orðið „bráðum". Síðan hvarf hann á braut. Strax og þjónustu- stúlkan var farin gleypti Ce'Vanne í sig allan mat sem hún gat torgaö og pakkaði afgangnum í litla tösku sem hún ætlaði að hafa með sér á flótt- anum. Brátt heyrðist snerlinum snúið aftur og litli maðurinn skaust inn í herbergið. „En hvað hann er skrýtinn," hugs- aði Ce'Vanne. Einkennisbúningurinn var alltof stór og þungur og hæfði honum alls ekki. Litli maðurinn hneigði sig djúpt. „Eruð þér tilbúnar?" spurði hann. „Já, já," svaraði hún með ákafa. „Komum þá." „Fyrst langar mig að spyrja yður einnar spurningar," sagði Ce'Vanne. „Hvað er það?" „Hvers vegna eruð þér að hjálpa mér að flýja?" spurði hún. Hann leit á hana þungt hugsi. „Vegna þess að það er rangt að þér sitjið læstar inni bara vegna þess 2 2 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.