Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1994, Page 55

Æskan - 01.06.1994, Page 55
GULAR TENNUR Kæra Sigurborg! Ég á við dálítinn vanda að stríða. Mér finnst ég vera með of gular tennur. Ég bursta tennur kvölds og morgna en ekkert dugar. Mig langar að verða fyrirsæta en ég heid að það sé ekki mögulegt vegna litarins á tönnunum. Ég er 167 sm og 52 kg. Finnst þér ég þung miðað við hæðina? Ég er grönn en samt svona þung. Ég stunda íþróttir af krafti en mér finnst ég alltaf vera þung á mér. Þökk fyrir góðan þátt. Hann mætti vera lengri! Hvað lestu úr skriftinni? Hvað heldur þú að ég sé göm- ul. Tanna. Svar: Tennur gulna með aldrin- um af margvíslegum orsök- um. En þær geta líka breytt um lit óháð aldri. Reykingar valda brúnum blettum á tönnum. Þar sem þú ert ung geri ég ekki ráð fyrir að guli liturinn á tönnum þínum stafi af reykingum eða of mikilli kaffi- eða tedrykkju. Líklega er þetta erfðaþáttur. Tannlæknar hreinsa oft tennur fólks með sérstökum bursta og áburði. Mér sýnist allt vera mjög eðlilegt með þyngd þína og hæð. Ég held að þú eigir að einbeita þér að því að vera ánægð með sjálfa þig. Reyndu að vera stolt af lík- ama þínum og halda áfram að iðka íþróttir. Það eflir sjálfstraustið og þú átt eftir að meta það síðar að berjast ekki við aukakíló. Skriftin er mjög falleg og bendir til þess að þú skipu- leggir hlutina vei. Ég gæti trúað að þú værir 13 eða 14 ára. CETUR EKKI SOFNAÐ Svar: Það fyrsta sem þú skalt gera er að koma reglu á svefninn. Ekki kemur fram í bréfi þínu hvort þú vaknar oft á sama tíma bæði um helgar sem virka daga. Þar sem erfitt er fyrir þig að sofna á kvöldin þá er gott ráð að vakna alltaf á sama tíma. Allir hafa svo kallaða innri klukku líkamans og klukkan þín hefur farið eitt- hvað úr skorðum. Ég tel líka að tengsl séu á milli þessar- ar röskunar og þess að þú ert ný byrjuð að hafa blæð- ingar. Það hefur greinilega valdið þér hugarangri. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Ekkert er ungum stúlkum eðlilegra en að byrja á blæð- ingum. Þú skalt líka velta fyrir þér hvað þú hefur fyrir stafni á kvöldin. Hvað ertu að gera svona lengi? Æskilegt er að gefa sér góðan tíma til að undirbúa svefninn. Það er líka gott að fá sér flóaða mjólk að drekka fyrir nótt- ina. Vonandi kemur þetta þér að gagni. SKILNAÐUR FORELDRA Svar: Það er rétt hjá þér að þetta er all-algengt vanda- mál. Ég hef fengið nokkur bréf sama efnis og vona að margir geti notað sér svarið. Óhamingjusamt fjöi- skyldulíf er alltaf mjög erfitt fyrir börnin, enda skilja þau oft ekki ástæður fyrir leiða, deilum eða þögn foreldra sinna. Skilnaður veldur þó á- lagi af öðrum toga. Fæst börn hugsa um skilnað for- eldra sinna sem raunhæfan möguleika. Ákvörðunin kem- ur því oft eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir þau. Þau skilja illa hvers vegna for- eldrar þeirra grípa til þess ráðs. Margir foreldrar eru líka hissa á því hve skilnaður þeirra virðist koma börnun- um á óvart. Að auki er verið að sundra fjölskyldu barns- ins. Viðbrögð barna við skiln- aði eru mismunandi. Ung börn sýna merki um ótta og öryggisleysi. Börn á skóla- aldri bregðast oftast við með miklum kvíða og sorg eins og þú þekkir og lýsir vel í bréfi þínu. Stálpuð börn geta betur varið sig gegn á- lagi og eru oft mjög önnum kafin við ýmis verkefni, t.d. félagslífi í og utan skóla. Al- gengt er að þau verði mjög virk og geti beint reiði og krafti í þann farveg og feng- ið ákveðna útrás. Kæra vinkona! Það er mjög mikilvægt að þú vitir að skilnaður foreldra þinna er á engan hátt þér eða bróður þínum að kenna. Þið eigið engan þátt í ákvörðun þeirra. Sú ákvörðun foreldra þinna að skilja ykkur systk- inin að er erfið fyrir ykkur. Siíkan aðskilnað þarf að undirbúa vel. Börn þurfa að fá að vita hvar þau eiga að dveljast, hvort þau haldi á- fram í sama skóia og hvað breytist hjá foreldrum þeirra. Það foreldri, sem fer að heiman, þarf að segja frá því hvar það verður búsett, hvaða síma það fái - og fleira - svo að hægt sé að hafa samband við það. í þínu tilviki verður þetta ef til vill erfitt af því að annað foreldr- anna flyst af landi brott. Ég held að gott væri fyrir þig að ræða við einhvern sem þú treystir, t.d. ömmu þína eða afa þinn - ef þér finnst að þú getir ekki rætt málið betur við foreldra þína. Ef rétt er að málum staðið við skilnað og foreldrar finna lausnir á þeim vandamálum sem upp koma þurfa þeir ekki að verða óvinir. Þeir ættu alltaf að hafa þetta í huga: Þó að hjónaband megi leysa upp verða þeir sem skildu áfram foreldar barna sinna. Gangi þér vel! Ég þakka öllum sem senda mér bréf. Því mið- ur kemur fyrir að bréfrit- arar eru einungis að blekkja. Þeir skrifa þá stundum nafn annarra undir bréfið. Oftast geri ég mér strax grein fyrir blekkingunum. Ýmislegt kemur upp um þá sem þær reyna. En allir sem vilja fá svör verða að rita fullt nafn og heimilisfang undir bréfið. Einnig er gott að greint sé frá aldri og fæðingardegi. Ég reyni að gefa ráð við öllu sem beint er til mín. Oft lýsa margir sama vanda. Þá svara ég ein- hverju einu bréfi - í trausti þess að aðrir geti nýtt sér svarið. í von um góða sam- vinnu! Kær kveðja, Sigurborg. æ s K a n s 5

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.