Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 50

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 50
VCft»IAUNAFER»IN OKKáR m HAMKORCAR Hanna Gísladóttir, Jóruseli 23 í Reykjavík og Stella Christensen, Ham- arsstíg 33 á Akureyri, hlutu aðalverðlaun- in í samkeppni Æskunnar, Flugleiða og Ríkisútvarpsins í fyrrahaust; Hanna fyrir rétt svör í getraun og Stella fyrir smá- sögu. Þær hlutu að launum ferð með Flug- leiðum til Hamborgar - og segja nú ferðasöguna... 19. júní 1994: YNDISLEGT HÓTELHERBERGI OG BESTU FLATBÖKURNAR! Við hittumst 19. júní eldsnemma um morguninn í góðu skapi á Hótel Loftleið- um. Við stelpurnar, Stelia og Hanna, höfðum hist áður en ekki séð Eddu sem átti að vera fararstjóri okkar. Eftir dá- litla stund fór rútan af stað þaðan og ekki leið á löngu áður en við vorum komnar á flugvöllinn í Keflavík. „Loksins," hugsuðum við þó því að við fengum að vita um verðlaunaferðina seint í desember í fyrra! í fríhöfninni er margt sem hægt er að skoða og við höfðum því nóg að gera. Loksins var „kaliað út í“ flugvélina okkar. Við hlökkuð- um mjög mikið til. Hanna hafði aldrei farið til útlanda en Stella og Edda höfðu farið nokkrum sinnum. Þegar við vorum komnar í sætin og flugvélin var að fara í loftið var tilkynnt að Hinrik Danaprins væri í vélinni. Flug- vélin átti að millilenda í Kaupmannahöfn. Við urðum fegnar þegar við sáum strendur Danmerkur. Þar var staðnæmst í eina og hálfa klukkustund. Við skoðuð- um það sem var í boði í fríhöfninni. Það- an fórum við að flugvélinni sem átti að fara til Hamborgar. Við vorum komnar á hótelið klukkan S O Æ S K A N fimm að þýskum tíma. Þegar við opnuð- um hurðina sáum við yndislegt herbergi með fjórum rúmum og baði. Hótelið heit- ir Ibis. Allir sem unnu á hótelinu voru alúð- legir við okkur. Við gengum frá far- angrinum og fórum að skoða okkur um í borginni. Þar var líf og fjör. Við skoðuð- um útimarkað á einu torginu. Þar var hægt að kaupa mat, styttur úr leir og margt annað. Um kvöldið fórum við á ítalskan flat- bökustað (pizzastað) og fengum einar bestu flatbökur sem við höfum bragðað. Eftir góða máltíð fórum við á hótelið til að slaka á og hvílast enda var klukkan hálf- tíu og við orðnar þreyttar eftir ferðalagið. 20. júni: FÓRUM Á BAK Á FÍL Við vöknuðum klukkan hálfátta næsta morgun í heiðskíru veðri og 22 stiga hita. Fyrst lágum við um stund í rúminu en drifum okkur síðan á fætur því að við ætluðum í hinn fræga dýragarð. í honum eru yfir 2000 dýr, til dæmis gíraffar, antílópur, apar og tígrisdýr. Þar fengum við líka að fara á bak á fíl sem heitir Sallý og var hún afar Ijúf. Eftir þennan skrýtna reiðtúr fórum við og fengum okkur að drekka. Við stelpurnar lékum okkur líka í leiktækjum sem þar eru. Síðan tókum við aftur neðanjarðarlest og fórum niður á bryggju. Við keyptum gosdrykki og sigldum svo í báti á ánni Saxelfi til að skoða okkur um. Veðrið var mjög gott svo að við fórum upp á þilfar. Þar var alveg rosalega gott útsýni og við tókum margar myndir. Skipstjórinn sagði frá öllu sem við sáum en við skildum ekki neitt svo að við lögðumst bara í sól- bað og fylgdumst með útsýninu. Við sáum brunarústir úr síðari heims- styrjöldinni. Þær voru ekki mjög fallegar svo að við litum í hina áttina og sáum skip sem voru að koma með varning frá út- löndum. Við sáum t.d. skip frá Eimskipafélaginu koma með vörur að heiman. Þegar skipið lagðist að bryggju fórum við frá borði, dálítið valtar á fótunum. Við stigum upp í lest á leið í miðbæinn og fórum svo á Mc Donalds veitingastað því að klukkan var langt gengin í tvö. Þegar við vorum búnar að borða fórum við í búðir. Reyndar þurftum við að fara í fjórar búðir áður en við fundum það sem okkur leist á. Þegar við höfðum eytt tveimur klukkustundum í búðarferðir gengum við dauðuppgefnar upp á hótel- ið okkar og skildum vörurnar eftir. Síðan fórum við í göngu- ferð við Alster-vatnið. Þar voru mjög margar litlar skútur. Við gengum i kring- um hálft vatnið og settumst þar niður og fengum okkur að drekka. Útsýnið var frábært. Eftir það skoðuðum við okkur um og leituðum að matsölustað sem við gætum borðað á seinna um kvöldið. Við fórum fram hjá Ráðhúsinu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.