Æskan - 01.06.1994, Síða 50
VCft»IAUNAFER»IN
OKKáR
m HAMKORCAR
Hanna Gísladóttir, Jóruseli 23 í
Reykjavík og Stella Christensen, Ham-
arsstíg 33 á Akureyri, hlutu aðalverðlaun-
in í samkeppni Æskunnar, Flugleiða og
Ríkisútvarpsins í fyrrahaust; Hanna fyrir
rétt svör í getraun og Stella fyrir smá-
sögu.
Þær hlutu að launum ferð með Flug-
leiðum til Hamborgar - og segja nú
ferðasöguna...
19. júní 1994:
YNDISLEGT HÓTELHERBERGI
OG BESTU FLATBÖKURNAR!
Við hittumst 19. júní eldsnemma um
morguninn í góðu skapi á Hótel Loftleið-
um.
Við stelpurnar, Stelia og
Hanna, höfðum hist áður en
ekki séð Eddu sem átti að
vera fararstjóri okkar. Eftir dá-
litla stund fór rútan af stað
þaðan og ekki leið á löngu
áður en við vorum komnar á
flugvöllinn í Keflavík.
„Loksins," hugsuðum við
þó því að við fengum að vita
um verðlaunaferðina seint í
desember í fyrra!
í fríhöfninni er margt sem
hægt er að skoða og við
höfðum því nóg að gera.
Loksins var „kaliað út í“
flugvélina okkar. Við hlökkuð-
um mjög mikið til. Hanna
hafði aldrei farið til útlanda en
Stella og Edda höfðu farið
nokkrum sinnum. Þegar við
vorum komnar í sætin og
flugvélin var að fara í loftið var tilkynnt
að Hinrik Danaprins væri í vélinni. Flug-
vélin átti að millilenda í Kaupmannahöfn.
Við urðum fegnar þegar við sáum
strendur Danmerkur. Þar var staðnæmst
í eina og hálfa klukkustund. Við skoðuð-
um það sem var í boði í fríhöfninni. Það-
an fórum við að flugvélinni sem átti að
fara til Hamborgar.
Við vorum komnar á hótelið klukkan
S O Æ S K A N
fimm að þýskum tíma. Þegar við opnuð-
um hurðina sáum við yndislegt herbergi
með fjórum rúmum og baði. Hótelið heit-
ir Ibis.
Allir sem unnu á hótelinu voru alúð-
legir við okkur. Við gengum frá far-
angrinum og fórum að skoða okkur um í
borginni. Þar var líf og fjör. Við skoðuð-
um útimarkað á einu torginu. Þar var
hægt að kaupa mat, styttur úr leir og
margt annað.
Um kvöldið fórum við á ítalskan flat-
bökustað (pizzastað) og fengum einar
bestu flatbökur sem við höfum bragðað.
Eftir góða máltíð fórum við á hótelið til að
slaka á og hvílast enda var klukkan hálf-
tíu og við orðnar þreyttar eftir ferðalagið.
20. júni:
FÓRUM Á BAK Á FÍL
Við vöknuðum klukkan hálfátta næsta
morgun í heiðskíru veðri og 22 stiga hita.
Fyrst lágum við um stund í rúminu en
drifum okkur síðan á fætur því að við
ætluðum í hinn fræga dýragarð. í honum
eru yfir 2000 dýr, til dæmis gíraffar,
antílópur, apar og tígrisdýr. Þar fengum
við líka að fara á bak á fíl sem heitir Sallý
og var hún afar Ijúf. Eftir þennan skrýtna
reiðtúr fórum við og fengum okkur að
drekka. Við stelpurnar lékum okkur líka í
leiktækjum sem þar eru.
Síðan tókum við aftur neðanjarðarlest
og fórum niður á bryggju. Við keyptum
gosdrykki og sigldum svo í báti á ánni
Saxelfi til að skoða okkur um. Veðrið var
mjög gott svo að við fórum upp á þilfar.
Þar var alveg rosalega gott útsýni og við
tókum margar myndir. Skipstjórinn sagði
frá öllu sem við sáum en við skildum
ekki neitt svo að við lögðumst bara í sól-
bað og fylgdumst með útsýninu.
Við sáum brunarústir úr síðari heims-
styrjöldinni. Þær voru ekki mjög fallegar
svo að við litum í hina áttina
og sáum skip sem voru að
koma með varning frá út-
löndum. Við sáum t.d. skip
frá Eimskipafélaginu koma
með vörur að heiman.
Þegar skipið lagðist að
bryggju fórum við frá borði,
dálítið valtar á fótunum. Við
stigum upp í lest á leið í
miðbæinn og fórum svo á
Mc Donalds veitingastað því
að klukkan var langt gengin
í tvö. Þegar við vorum búnar
að borða fórum við í búðir.
Reyndar þurftum við að fara
í fjórar búðir áður en við
fundum það sem okkur leist
á.
Þegar við höfðum eytt
tveimur klukkustundum í
búðarferðir gengum við
dauðuppgefnar upp á hótel-
ið okkar og skildum
vörurnar eftir. Síðan fórum við í göngu-
ferð við Alster-vatnið. Þar voru mjög
margar litlar skútur. Við gengum i kring-
um hálft vatnið og settumst þar niður og
fengum okkur að drekka. Útsýnið var
frábært. Eftir það skoðuðum við okkur
um og leituðum að matsölustað sem við
gætum borðað á seinna um kvöldið.
Við fórum fram hjá Ráðhúsinu og