Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 16

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 16
hjón sem eru náttúrufræðingar, hann breskur en hún frönsk. Þau áttu dætur á aldur við Daða. Krakkarnir léku sér oft saman, fóru í leiðangra og söfnuðu skordýrum, kameljónum og snákum! Hjónin fræddu okkur um margt. Daði hafði ekki síst gaman af því.“ - Voruð þið í bæ eða sveit? „Við vorum úti í sveit, í óspilltri nátt- úru, en það voru ekki nema þrír kíló- metrar til næsta bæjar sem heitir Al- bufeira og einn á ströndina. Þarna voru ýmis dýr á ferli. Eitt kvöldið þegar við vorum að koma heim var leður- blaka í bílskúrnum og einu sinni veidd- um við snák upp úr vatnstanknum!" SÁTTABOÐIÐ Við birtum hér hluta kaflans, Sátta- boðið, úr bókinni, Röndóttir spóar: Vinirnir höfðu ákveðið að hittast við Leynibyrgið morguninn eftir. Stjáni mætti fyrstur og notaði tækifærið og faldi sig uppi á efri hæðinni í kofanum. Hann hafði tekið með sér flösku sem hann fann og fyllt hana af vatni úr ein- um af mörgum drullupollum sem voru á víó og dreif. Það hafði hellirignt um nóttina en nú hafði stytt upp. Árni og Rúnar komu svo samferða og settust á bekkinn góða til að bíða eftir Stjána. Það hafði Stjáni einmitt vonað og byrj- aði nú að láta leka, dropa og dropa í senn, á höfuðið á Rúnari í gegnum rifu. „Við verðum að þétta þakið betur, það lekur,“ sagði Rúnar og strauk yfir bleytuna í stuttu, dökku hárinu. „Hvað segirðu, lekur þakið?’“ spurði Árni hissa. „Eins og við þéttum það vel.“ „Já, ég finn að það drýpur á mig,“ svaraði Rúnar. Hann stóð upp og færði sig hinum megin við Árna. Stjáni mjakaði sér hljóðlega í sömu átt. Nú lét hann drjúpa aðeins hraðar, beint ofan á kollinn á Rúnari. „Nei, það lekur líka hérna rnegin." Rúnar færði sig nær Árna. „Hvernig stendur á því?“ spurði Árni. „Það er löngu hætt að rigna, rnaður." Rúnar leit nú upp til að athuga hvaðan þessi bleyta kæmi. Þetta var tækifærið sem Stjáni hafði beðið eftir. Hann hellti nú öllu sem eftir var í flösk- unni í gegnum rifuna. Gusan lenti beint á andliti Rúnars sem saup hveljur. Árni horfði undrandi til skiptis á vin sinn og rifuna og skildi hvorki upp né nióur í þessu, fyrr en hannn heyrði hláturrok- urnar frá Stjána. Hann gat ekki stillt sig lengur og lá á gólfinu á efri hæð- inni og veltist um af hlátri. Þá skildi Árni hvernig í öllu lá og skellti líka upp úr. Rúnar reyndi nú að þurrka það mesta framan úr sér með peysu- erminni. Stjáni kom niður og spurði hann á milli hláturrokanna hvernig honum hefði líkað nýja sturtan þeirra. Rúnar gretti sig framan í hann og hélt áfram að þurrka sér. „Þú skalt fá þetta borgað!" sagði hann og horfði illskulega á Stjána. Þegar þeir höfðu jafnað sig settust þeir niður og ræddu málin. Áttu þeir að bjóöast til að laga kofann hjá stelp- unum? Myndu þær taka þá í sátt ef þeir gerðu það? Þeir ákváðu að best væri að fara og ræða við stelpurnar og heyra hvað þær segðu. Þeir stormuðu því heim til Siggu sem átti heima að- eins innar í bænum, ekki langt frá frystihúsinu. Björg, systir Siggu, kom til dyra. „Nei, komið þið sælir, strákar. Hvað get ég gert fyrir ykkur?“ „Við ætluðum bara að tala aðeins við Siggu.“ Rúnar roðnaði. Hann varð alltaf hálfvandræöalegur þegar Björg var nærri. Hún var tveimur árum eldri en Sigga og ofsalega sæt. Hún hafði sítt, dökkt hár sem náði henni niður að mitti. Rúnar hafði verið skotinn í henni frá því hann var smástrákur. Þegar hann var lítill sagði hann öllum að hann ætlaði að giftast Björgu þegar hann yrði stór og honum hafði verið strítt á því alla tíð síðan. „Nú, ég hélt að þið vilduð tala við mig.“ Björg lét sem hún væri voða sár. Það var greinilegt að hún naut þess að stríða þeim svolítið. Rúnar þagði og roðnaði enn meira. „Eruð þið nokkuð skotnir í henni Siggu, strákar? Nei, ég hélt ekki. Sigga er gribba, það verður varla nokkur heilvita strákur skotinn í svona gribbum." Björg sagði síðustu setningarnar stundarhátt svo Sigga heyrði örugg- lega og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sigga kom æðandi fram með hnefann á lofti. „Ég skal...!“ Björg vék sér hlæjandi undan högg- inu og flýtti sér inn og lokaði á eftir sér. „Ooohhh!" Guðrún H. Eiriksdóttir - höfundur verðiaunasögunnar, Röndóttir spóar. Sigga stapaði niður fæti af bræði. „Hún er svo leiðinleg. Ég þoli hana ekki. Hún er alltaf að stríða manni.“ Sigga hafði líka sítt hár en hennar var Ijóst. Rúnar virti hana fyrir sér. Það var eins og hann hefði ekki tekið eftir því fyrr hvað þær voru líkar systurnar. Þær voru báðar mjög grannvaxnar en Sigga var örlítið nettari. Báðar höfðu þær mjög fíngerð andlit, beinar, hvítar tennur og þegar þær brostu komu í Ijós djúpir spékoppar. „Hvað viljið þið?“ spurði Sigga snúðugt og leit á Rúnar sem stóð fremstur. Það var greinilegt að hún var ekki búin að fyrirgefa þeim hrekkja- bragðið. Rúnar hafði verið svo upptekinn við að horfa á hana að hann hafði alveg gleymt ræöunni sem hann samdi á leiðinni. „Ég ..., hérna ...,“ hann stamaði, „eða sko, við vorum að hugsa um hvort þið vilduð kannski koma í heim- sókn til okkar?“ Þau litu öll undrandi á hann. „í heimsókn, hvert?“ spurði Sigga. „í Leynibyrgið, kofann okkar," svar- aði Rúnar. Sigga horfði á strákana til skiptis til að reyna að sjá á svip þeirra hvort þetta væri grín eða alvara. Hún var hrædd um að hér byggi eitthvað meira undir... 7 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.