Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 15

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 15
einn og enginn mundi einu sinni vita að hann væri kominn í himnaríki. í grænum kjól með gullhring yfir höfð- inu. Þar hefði hann engan til að tala við og hann mundi drepast úr leiðind- um. Nei, annars, hann var búinn að drepast, og maður gat víst ekki drep- ist aftur. Kannski er ekki ein einasta bók þar, og Jón kemur ekki nærri strax, hugs- aði Trausti Grímsson örvinglaður og orgaði enn hærra. Viltu steinþegja! heyrðist allt í einu sagt hásri röddu. Út úr húsinu sem enginn var í var kominn maður. Eigin- lega var þetta ekki maður, heldur bara strákur. Eða ekki strákur, en heldur ekki maður. Hann var með sítt og úfið svart hár og bálreiður... Samt vill hann hjálpa Trausta: Maðurinn leitaði í skápum og skúff- um og fann loksins pakka með hefti- plástri og dós með einhverjum áburði. Komdu, sagði hann. Við verðum að þvo þetta og setja eitthvað yfir það. Trausta leið miklu betur. Þetta var ekkert slæmur maður. Eða var þetta annars maður? Hann mundi hvað hann hafði verið að hugsa úti í kjarrinu áður en allt þetta gerðist. Hann dró andann djúpt meðan maðurinn var að þvo sárið upp úr köldu vatni. Heyrðu, sagði hann svo hikandi, ertu nokkuð draugur? Maðurinn leit upp. Ég veit ekki hvað ég er, sagði hann svo. Þetta var undarlegt. En það var svo margt undarlegt. Til dæmis þetta með mömmu. Ertu kannski að leita að sjálfum þér? spurði Trausti. Maðurinn leit furðu lostinn á dreng- inn. Ætli það sé ekki frekar einhver að leita að mér, sagði hann og glotti. Hann bar áburð á sárið og setti stóran heftiplástur yfir... LEYNDARMÁLIÐ UM RÖNDÓTTU SPÓANA Verðlaunasjóður íslenskra barna- bóka veitir árlega íslensku barnabóka- verðlaunin fyrir frumsamið handrit. í vor komu þau í hlut Guðrúnar H. Eiríksdóttur fyrir söguna, Röndóttir spóar. Vaka/Helgafell gefur verðlaunasög- urnar út. Á bakkápu bókarinnar er söguþræðinum lýst í stórum dráttum: „Þessi bráðfjöruga og spennandi saga segir frá sex krökkum sem skemmta sér saman og lenda í ýms- um ævintýrum. Þeir kynnast til dæmis „svörtu ferlíki" sem enginn veit hvaðan kemur, fara í tjaldútilegu og halda ör- lagaríkt kofapartí. Einnig rannsaka þeir ýmis dularfull mál og varðveita saman leyndarmálið um Röndóttu spóana ..." Anna Cynthia Leplar teiknaði kápu. SAMDI FYRIR SON SINN Ég sló á þráðinn til Guðrúnar H. Ei- ríksdóttur. Hún er fædd í Garði, litlu þorpi suður með sjó, en á heima á Akranesi og starfar sem meinatæknir. Ég vissi aö sagan hafði orðið til með dálítið sérstökum hætti... „Já, ég samdi hana á sundlaugar- barmi í Portúgal! Við fjölskyldan höfð- um lengi stefnt að því að venda okkar kvæði í kross og flytjast til útlanda í eitt ár. Af því varð fyrir tveimur árum. Við lögðum af stað 7. júlí 1992 - og komum heim nákvæm- lega ári síðar. Við leigð- um okkur hús í Algar- ve-héraði. Við það var sundlaug og þar sat ég í sólinni og samdi sög- una.“ - Hvað fannst hinum í fjölskyldunni um þetta? „Þau tóku því bara vel. Við vorum öll að semja! Maðurinn minn, Gunnar Magnús Gunn- arsson, var að vinna að handriti og dóttir okkar, Gunnhildur Sara þá 14 ára, setti saman sögu um unglingsstúlku sem flyst til Portúgals í eitt ár. Og Daði, sem varð níu ára það sumar, á þó nokkuð í bókinni minni. Hann kom með hugmyndir og sagði álit sitt á því sem ég var að skrifa hverju sinni. Ef sagan var ekki nógu spennandi að hans mati varð ég að setjast niður aft- ur og breyta og bæta.“ - Var þetta þá vandlega undirþúið? „Nei, alls ekki. En við keyptum okk- ur tölvu áður en við fórum út svo að sennilega hefur þetta blundað í okkur. Ég tók upp á þessu af því að Daði var á skömmum tíma búinn að lesa allar bækurnar sem við höfðum haft með okkur að heiman. Hann er mikill bóka- ormur. Ég samdi því kafla á daginn og las fyrir hann á kvöldin. Þá hófst Gunnhildur Sara líka handa. Síðan lás- um við hvert sinn kafla. Þetta var eins og kvöldvökur áður fyrr.“ - þið hafið þó haft eitthvað annað fyrir stafni... „Við keyptum gamlan bíl og fórum allvíða um nágrennið, einnig til höfuð- borgarinnar, Lissabon, og yfirtil Spán- ar. Við skokkuðum þrisvar í viku, jafn- vel þegar heitast var en þá fórum við ekki af stað fyrr en sólin lækkaði á lofti. Við vorum líka með námsbækur með okkur og kenndum krökkunum." - Kynntust þið portúgölskum fjöl- skyldum? „Allt of lítið. Portúgalir eru dálítið lokaðir eins og við íslendingar. En við eignuðumst samt góða vini. Það voru Æ S K A N 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.