Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 14

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 14
 ÍMiil ÍAÍiÚiIAVEÍÍÍJLAUl t: LJ ITLU Zlií fh I ♦ ♦ \iOi li^DTm^DAli Skólamálaráð Reykjavíkur veitti í vor að venju verðlaun fyrir frumsamda bók og þýð- ingu bókar. Að þessu sinni hlaut Guðrún Helgadóttir verðlaun fyrir nýjustu bók sína, Litlu greyin, og lofsvert framlag á sviði barna- og unglingabóka. Guðlaug Richter hlaut þýðingarverðlaunin fyrir bók- ina, Úlfur, úlfur, eftir Gillian Cross. Útgefandi er Mál og Menning. Iðunn gaf út sögu Guðrúnar - eins og þrettán fyrri bækur hennar fyrir börn (og annað fólk) og eitt leikrit (Ó- vitana). Meðal þeirra eru þrjár sögur um Jón Odd og Jón Bjarna en það voru fyrstu bækur hennar og uröu afar vinsælar. Kvikmynd hefur verið gerð eftir þeim. Guðrún Helgadóttir fékk þessi verð- laun einnig í byrjun höfundarferils síns og hefur hlotið ýmsar aðrar viðurkenn- ingar, m. a. Norrænu barnabókaverð- launin 1992. Um söguþráð Litlu greyjanna er þetta sagt á bakkápu: „Óhætt er að segja að óvæntir at- burðir eigi sér stað þegar Trausti fer í sumarbústað upp í sveit með mömmu og systrum sínum tveim, þeim Tobbu og Tinnu. Þar er ekki rólegheitunum fyrir að fara eins og til var ætlast. Amma kemur í heimsókn. Og hún týn- ist! Enginn veit hver dularfulli draugur- inn hans Trausta er. Og ýmislegt kem- ur í Ijós sem engan hefði órað fyrir.“ Gunnar Karlsson myndskreytti bók- ina. TRAUSTI OG „DRAUGURINN“ Ég heiti Trausti og er sex ára. Það er dáldið mikið að vera sex ára og ég veit líka margt. Sumir halda að ég sé alger asni og viti ekki neitt, en það er bara alls ekki satt. Amma veit það, en mamma tekur ekkert mark á henni því að þær eru alltaf að rífast. Út af engu. Þannig hefst sagan, Litlu greyin. Trausti segir satt, hann veit margt. Hann er líka fluglæs og les alvöru- bækur. Við grípum niður í kafl- ann, Trausti fer fyrstur á fætur: Trausti klæddi sig og læddist fram til þess að vekja engan. Honum fannst svo gott aö borða morgun- matinn sinn aleinn í friði. Þá var svo gott að hugsa. Hann þurfti eiginlega að heimsækja hann Jón bónda. Það var eitt sem hann hafði gleymt að spyrja hann um, og það var hvort beljurnar færu líka upp til guðs eins eins og við þegar þær deyja. Amma átti ein- hverja myndabók um Jesú og guð og á myndunum var allt svo hreint og fínt. Enginn fjóshaugur eða svoleiðis. Greyið Jón ef hann verður að halda áfram að moka flórinn líka þegar hann er dáinn. Hann sem er svo rosa- lega gamall og þreyttur... Á ferð sinni kemur hann að skrýtna húsinu sem enginn er í. Þar rekst eitthvað beitt í fótinn á honum og hann fær langan skurð: Trausti Grímsson grét eins hátt og hann gat en ekkert gerðist. Blóðið rann bara úr sárinu niður á pallinn og litaði fjalirnar rauðar. Þarna mundi hann barasta deyja al- 7 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.