Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1994, Side 14

Æskan - 01.06.1994, Side 14
 ÍMiil ÍAÍiÚiIAVEÍÍÍJLAUl t: LJ ITLU Zlií fh I ♦ ♦ \iOi li^DTm^DAli Skólamálaráð Reykjavíkur veitti í vor að venju verðlaun fyrir frumsamda bók og þýð- ingu bókar. Að þessu sinni hlaut Guðrún Helgadóttir verðlaun fyrir nýjustu bók sína, Litlu greyin, og lofsvert framlag á sviði barna- og unglingabóka. Guðlaug Richter hlaut þýðingarverðlaunin fyrir bók- ina, Úlfur, úlfur, eftir Gillian Cross. Útgefandi er Mál og Menning. Iðunn gaf út sögu Guðrúnar - eins og þrettán fyrri bækur hennar fyrir börn (og annað fólk) og eitt leikrit (Ó- vitana). Meðal þeirra eru þrjár sögur um Jón Odd og Jón Bjarna en það voru fyrstu bækur hennar og uröu afar vinsælar. Kvikmynd hefur verið gerð eftir þeim. Guðrún Helgadóttir fékk þessi verð- laun einnig í byrjun höfundarferils síns og hefur hlotið ýmsar aðrar viðurkenn- ingar, m. a. Norrænu barnabókaverð- launin 1992. Um söguþráð Litlu greyjanna er þetta sagt á bakkápu: „Óhætt er að segja að óvæntir at- burðir eigi sér stað þegar Trausti fer í sumarbústað upp í sveit með mömmu og systrum sínum tveim, þeim Tobbu og Tinnu. Þar er ekki rólegheitunum fyrir að fara eins og til var ætlast. Amma kemur í heimsókn. Og hún týn- ist! Enginn veit hver dularfulli draugur- inn hans Trausta er. Og ýmislegt kem- ur í Ijós sem engan hefði órað fyrir.“ Gunnar Karlsson myndskreytti bók- ina. TRAUSTI OG „DRAUGURINN“ Ég heiti Trausti og er sex ára. Það er dáldið mikið að vera sex ára og ég veit líka margt. Sumir halda að ég sé alger asni og viti ekki neitt, en það er bara alls ekki satt. Amma veit það, en mamma tekur ekkert mark á henni því að þær eru alltaf að rífast. Út af engu. Þannig hefst sagan, Litlu greyin. Trausti segir satt, hann veit margt. Hann er líka fluglæs og les alvöru- bækur. Við grípum niður í kafl- ann, Trausti fer fyrstur á fætur: Trausti klæddi sig og læddist fram til þess að vekja engan. Honum fannst svo gott aö borða morgun- matinn sinn aleinn í friði. Þá var svo gott að hugsa. Hann þurfti eiginlega að heimsækja hann Jón bónda. Það var eitt sem hann hafði gleymt að spyrja hann um, og það var hvort beljurnar færu líka upp til guðs eins eins og við þegar þær deyja. Amma átti ein- hverja myndabók um Jesú og guð og á myndunum var allt svo hreint og fínt. Enginn fjóshaugur eða svoleiðis. Greyið Jón ef hann verður að halda áfram að moka flórinn líka þegar hann er dáinn. Hann sem er svo rosa- lega gamall og þreyttur... Á ferð sinni kemur hann að skrýtna húsinu sem enginn er í. Þar rekst eitthvað beitt í fótinn á honum og hann fær langan skurð: Trausti Grímsson grét eins hátt og hann gat en ekkert gerðist. Blóðið rann bara úr sárinu niður á pallinn og litaði fjalirnar rauðar. Þarna mundi hann barasta deyja al- 7 4 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.