Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 25

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 25
BRÆÐUROG RÓSIR Kæri Æskupóstur! Mig langar aö bera fram tvær spurningar: 1. Hvernig er best að þurrka rósir? Ef maður hengir þær bara upp skreppa þær saman. 2. Getur þú sagt mér nöfn Baldvins-bræðra (William Baldwin, Alec Baldwin o.fl.) og annað hvort birt myndir af þeim eða sent mér þær? Ég vil þakka skemmti- legt og vandað blað. Aðdáandi. Svar: 1. Þessar upplýsingar fengum við hjá starfsfólki í blómabúðum: Best er að láta rósirn- ar springa fallega út og hengja þær til þerris áður en þær „hneigja höfuð“. Þær þurfa að vera á þurr- um stað. Sól má ekki skína á þær því að þá upplitast þær. Varast skal að láta nokkuð þrengja að þeim. 2. Við vitum ekki um aðra en þá tvo - en ósk- um eftir upplýsingum fróðra lesenda. TUNOUMÁLA- TÖLVUR Kæra Æska! Mig langar til að vita hvar hægt er að frá tungu- málatölvur, hverjar eru full- komnastar, þ.e.a.s. hafa að geyma flest tungumál og flest orð, og hvað þær kosta. X?? Svar: Við hringdum í nokkrar tölvuverslanir. í einungis einni þeirra fæst slíkt tæki, Radíóbúðinni við Skipholt í Reykjavík. Það hefur að geyma 3000 orð á sjö tungumálum og kostar 8.700 kr. Vænta má að tungu- málatölvur séu til í fleiri verslunum. Á gulu blöð- unum í atvinnuskrá síma- skrárinnar má finna dálk- inn, Tölvur og tölvubún- að, á bls. 400 ... HEIMILISFÖNCj OC FÆÐINÚAR- DA6AR Sæll Æskupóstur! Ég sendi þér lista yfir heimilisföng nokkurra að- dáendaklúbba og fæðing- ardaga frægs fólks...: Jonathan Brandis Fan Club, 11684 Ventura Blvd., Suite 909, Studio City, CA 91604, Bandaríkjum Norður-Ameríku. Take That Fan Club, P.O.Box 538, Manchester M60 2DX, Englandi. Burt Reynolds, c/o I.C.M., 8942 Wilshire Blvd., Beverly Blvd., CA 90211, Bandaríkjunum. 19.3. 1953: Bruce Willis 3.9. 1965: Charlie Sheen 23.12. 1971: Corey Haim 24.9. 1969: Erika Eleniak 28.8. 1969: Jason Priestley 12.2.1954: John Travolta 11.10.1966: Luke Perry Hanna Kristín. Við endurtökum þakk- ir, Hanna Kristín. Fyrri hluti upplýsinganna var birtur í 5. tbl. Æskunnar 1994 ábls. 24. PÁLLÓSKAR -OC AÐRIR VINSÆLIR Elsku besta Æska! Ég er mikill aðdáandi Páls Óskars! Gætir þú ekki fengið hann til að lána þér gamlar myndir af sér í þátt- inn, í mörgum myndum? Mér finnst þú alveg frá- bært blað! Sólblóm. Kæra Æska! Viltu birta viðtal við Plá- hnetuna og veggmynd af henni - og kannski viðtal við Pál Óskar, hann einan eða með Milljónamæring- unum, af því að það hefur aldrei verið viðtal við hann/þá. Þökk fyrir gott blað. Pláhnetuaðdáandi. Sæl, Æska! Er hægt að birta vegg- mynd af Páli Óskari eða hljómsveitinni Bong eða viðtal? Með fyrirfram þökk, Ása og Karí. Svar: Páll Óskar svarar að- dáendum sínum í þessu tölublaði - og birtist í mörgum myndum, t.a.m. á veggmynd ásamt Millj- ónamæringunum. Pláhnetan hefur verið á veggmynd (7. tbl. 1993). í 10. tbl. 1993 var viðtal við Stefán Hilmarsson. Við segjum væntanlega síðar frá hljómsveitinni. í HVERJUM MÁNUDI Þökk fyrir frábært blað! Ég les Æskuna spjaldanna á milli. Ég vildi að hún kæmi út í hverjum mánuði en ekki annan hvern mán- uð. Mér finnst teiknimynda- sagan Eva og Adam alveg æðislega skemmtileg. Þura. Svar: Þakka þér fyrir bréfið, Þura! Raunar kemur Æskan nú út níu sinnum á ári. Um skeið voru gef- in út tíu tölublöð. Aldrei er að vita nema þeim verði fjölgað aftur. LISTAKONA Kæri Æskupóstur! Ég er tólf ára og á stórt safn af listaverkum. Ég er skapandi að eðlisfari og vil nú fá að tjá mig fyrir fram- an heiminn. Ég vinn úr tré, plöntum, beini, vaxi, stein- um, leir og hör. En hvað á ég að gera til að koma mér fram á sjón- arsvið íslendinga? Ég ligg oft á næturnar andvaka og hugleiði þetta. Ég sem líka Ijóð. Ekki merkileg en táknræn. Hjálpaðu mér! Vertu frjáls! Taktu óhræddur til máls! Gerðu það sem þú vilt. Það erþað eina sem er gilt í nútímanum núna. Haltu fast í trúna! L.I.J. Svar: Þú ættir að leita til myndmennta- eða hand- íðakennara og láta meta verk þín. Hann getur þá væntanlega bent þér á leiðir. Þú getur líka farið Æ S K A N 2 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.