Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 20

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 20
J-i RÚNAR OG ARNAR MEÐ AÐRA PLÖTU JJjA_L)Jli DJjJIjJ Jjj Við sögðum frá þessum vinsælu bræðrum í 8. tbl. 1993 og síðan haf- ið þið getað fylgst með þeim í öðrum fjölmiðlum - og jafnvel sótt hljóm- leika þeirra í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Hér bætum við þó dá- litlu við: Rúnar og Arnar hafa komið fram í vinsæl- ustu skemmtiþáttum sjónvarpsstöðva í Nor- egi og íslandi! Þeir hafa haldið hljómleika á a.m.k. 60 stöðum í Noregi auk þriggja á íslandi og tekið þátt í öllum stærstu tónleik- um popplistamanna í Noregi í sumar og haust. Fyrsta plata þeirra náði „gull“-sölu í báðum löndunum. í blöðum þar ytra hafa verið fyrirsagnir á borð við þessar: Glæsileg byrjun hjá „The Boys“! „Gulldrengirnir heilluðu stúlkurnar“ „„Drengirnir" skyggðu á alla!“ í einu blaðinu sagði: „Þegar „The Boys“ stigu niður af sviðinu hafði þegar myndast löng röð aðdáenda sem biðu eftir eigin- handaráritun. Þessir vinsælu ís- lensku drengir áttu ekki síst þátt í því að Express gat skráð aðsóknarmet á Feviks-tónleikana." HÖFUM SAMIÐ NOKKUR LÖG SJÁLFIR í júnílok var viðtal við strákana í norsku dagblaði. Þá var von á plöt- unni innan hálfs mánaðar: „Á nýju plötunni verður sams kon- ar músík og þeirri fyrstu en nú tök- um við fyrir lög sem meira reynir á okkur við að flytja," segir Rúnar. - Eruð þið þá orðnir betri en í fyrra? „Já, við höfum æft töluvert síð- an,“ svarar Arnar. Blaðamaðurinn, Anna Olaug Steinvik, segir að þeir hafi verið að leika knattspyrnu þegar hún kom og hópur aðdáenda hafi fylgst með þeim ... „Það er bara gaman að hafa steipurnar hérna,“ segja þeir þegar hún spyr hvernig þeim líki það. Anna lýsir því að þeir hafi fengið tíu þúsund aðdáendabréf og öllum hafi verið svarað. Þeir hafi haldið hljómleika um allan Noreg og leggi brátt af stað í aðra ferð. „Það hefur verið gaman að ferð- ast um og við höfum séð margt,“ segir Rúnar. „Ég hlakka til að fara af stað aftur.“ Þetta verður fjölskylduferð. For- eldrar þeirra fara með og tryggja að hún verði ánægjuleg. - Eruð þið orðnir sjálfsánægðir af að vera poppstjörnur? „Það held ég ekki. Við erum bara að leika og syngja lög og það er ekki það mikilvægasta af öllu. í skólanum koma allir fram við okkur eins og áður,“ segir Arnar. „Getur þú merkt að við séum orðnir montnir?" spyr Rúnar. Nei, þeir eru eins og hverjir aðrir strákar, fjörugir og gamansamir en kurteisir og faðma mig þegar ég kem og fer. Þeir taka „stjörnudýrkunina" ekki hátíðlega. Til þessa hafa þeir ein- ungis sungið lög eftir aðra ... „Við höfum samið nokkur lög sjálfir, kannski syngjum við þau einhvern tíma á plötu. Þau eru í líkum dúr og lögin sem við syngjum núna,“ segir Rúnar og bætir við að það sé gaman að semja lög. Platan er væntanleg í verslanir hér í september. Minna má á að aðdáendakúbbur starfar: The Boys, Postboks 214, 3942 Skjelsvik, Noregi. 2 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.