Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 43
PLðTUOÓmtt
Titill: Smekkleysa í hálfa öld
Flytjendur: Ýmsir
Einlægni og heiðarleiki gagnvart sjálfri sér eru
meðal þess sem lagt hefurgrunn að ofurvin-
sætdum Bjarkar. í samræmi við þá eiginleika
semur og syngur Björk einungis á íslensku þegar
um er að ræða hljómleika eða plötu fyrir islensk-
an markað. islenskir eftirhermupopparar gætu
margt af Björk lært.
Hér er boðið upp á rjómann af hinum
metnaðarfyllstu nýskapandi poppurum
íslenska lýðveldisins. Tölvupopp er á-
berandi. Þau lög eru flest of löng. Fjöl-
breytni skortir til að bera uppi 4-5 mín-
útna lengd - þó að um ágæt lög sé að
ræða.
Rokkið er að losna úr viðjum tölvu-
keimsins hjá Bubbleflies. Hljómsveitin er
greinilega að sækja í sig veðrið þó að
hún sé ofmetin sem bjartasta von rokks-
ins.
Björk Guðmundsdóttir á meistara-
stykki plötunnar, hið angurværa lag, Um
akkeri. Þar kveðst hún á skemmtilegan
máta á við látlausar tónafléttur blástur-
hljóðfæra í stíl Kurts Weils og Lindsayar
Cooper.
Björk á hrós skilið fyrir að vera ætíð
trú því grundvallaratriði metnaðarfulls ís-
lensks listamanns: Að syngja á íslensku
fyrir íslendinga.
Titill: Heyrðu 4
Flytjendur: Ýmsir
Fyrr á árinu kom út safnplatan,
Heyrðu 3. Hún var ein besta vinsælda-
lista-safnplata í mörg misseri. Heyrðu 4
er eins konar framhald af henni.
Helgi Björnsson og SSSól bera enn af
íslensku flytjendunum.
„Lof mér að lifa“ er vinaleg popp-
rokk-ballaða í anda „Loser“ með Back
og Nirvana-laganna sem byrja rólega en
þeytast svo í háaloft.
Hitt Sólar-lagið á plötunni er í Stóns-
stílnum, léttrokkað popp.
Quicksand Jesus hljómar alltaf eins
og Jet Black Joe. Þeir treysta sér ekki
enn þá í textagerð á íslensku. Hunang er
með dansvænt fönk-popprokklag,
„Glimmer".
Flutningur Bliss á Lillu Jóns gengur
ekki upp. Guðbergur Auðunsson gerði
því lagi betri skil í gamla daga.
Sjötta íslenska lagið á plötunni er
Nætur með Siggu Beinteins. Það er úr
söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva. Hvorki betra né verra en önnur
siík lög. En það stenst ekki samanburð
við Araba-tölvupopplagið hans Enigma
eða þjóðlegt fiðlupopp Millu, kassagítar-
popp Morrisseys eða danshalla-ragga-
popp CJ Lewis, Dr. Albans og Big
Mountains.
Heildareinkunn: 5,0.
Næstir Björk að gæðum eru rokkafinn
Rúnar Júlíusson (Hljómar, Trúbrot, GCD)
& Unun, Texas Jesus, Maus og Kolrassa
krókríðandi. Þeir fyrrnefndu eru með
frísklega og lauflétta poppslagara. Sigur-
vegarar Músíktilrauna, Maus og Kol-
rassa, bregðast engum vonum, hvorar
tveggja framsæknar, sprækar og spenn-
andi nýrokksveitir.
Kolrassa er vitaskuld búin að gera
margt vel. En hér er þessi magnaði
kvennarokks-kvartett með sitt allra besta
lag, Gammagarg.
Galli á gjöf Njarðar er að upplýsingar
vantar á plötuumbúðunum um þá 17
flytjendur sem standa að þessari áhuga-
verðustu safnplötu síðustu ára.
Einkunn: 7,5 (lög),
3,0 (textar),
9,0 (túlkun) = 6,5.
Titill: Æði
Flytjendur: Vinir vors og blóma
Hólmararnir, Vinir vors og blóma, eru
dæmigerðir gleðipopparar á dreifbýlis-
vísu (Greifarnir frá Húsavík, Stuð-
kompaníið frá Akureyri, Geirmundur frá
Sauðárkróki). Stuð, fjör, hopp og hí.
Hvert stakt lag hljómar þokkalega en
heildarsvipurinn er einlitur, einkum laga-
smíðar og söngur. Flámælskan er pirr-
andi („ég beð um freð/lifum lífinu lef-
ande...).
Ellen Kristjánsdóttir birtist eins og
frelsandi engill í lokalaginu. Söngur
hennar er þýður og smekklegur. Fleiri
gestir, bæði söngvarar og blásturs- eða
strokhljóðfæraleikarar, hefðu gert heild-
armyndina litríkari og sterkari. A.m.k.
helmingur laganna á þó mikla möguleika
á vinsældum í útvarpi og á böllum - til
viðbótar þeim sem þegar hafa aflað Vin-
unum vinsælda. Sem ung hljómsveit
geta þeir verið vel sáttir við frumburð
sinn.
Bestu lög: Æði (eftir W&B) og Himinn
(eftir Þorstein G. Ólafsson).
Einkunn: 6,0 (lög),
2,0 (textar),
5,0 (túlkun) = 4,5.
Ellen Kristjánsdóttir beitir finlegri söngrödd
sinni af smekkvísi, hvort sem er með Kombóinu
eða Vinum vors og blóma.
Æ S K A N 4 3