Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 9

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 9
Og nú efnum við til þolfimikeppni unglinga um allt land - bæði fyrir einstaklinga og hópa! Ég stefni að því að koma í alla skóla og kynna keppnina. Hún fer síðan fram á fjöl- mörgum stöðum. Úrslitakeppni verður í Reykjavík, væntanlega í nóvemberbyrjun. Verðlaun verða kynnt í 7. tbl. Æskunnar en það kemur út 5. októ- ber. í 5. tölublaði lýsti ég því í nokkrum orðum hvernig hægt er að undirbúa sig fyrir keppnina. En hér koma keppnisreglurnar: Tími: Æfingamar eiga að vara í tvær mínútur - og má ekki muna nema fimm sekúndum. Tónlist: Nota má hvaða tónlist sem er. Búningur: Stúlkur eiga að vera í leik- fimifatnaði og húðlituðum sokkabuxum; strákar í stuttbuxum og þröngum hlýra- bol. Allir eiga að vera í hvítum sokkum og íþróttaskóm. Æfingar: Gera þarf nokkrar skylduæf- ingar: a) Fjórum sinnum sundur - saman. Hendur skulu frjálsar en alltaf eins. b) Fjórum sinnum há spörk beint fram. Hendur eru frjálsar en eins í þessi fjögur skipti. d) Fjórum sinnum magaæfingar; hendur frjálsar. e) Fjórum sinnum armbeygjur, allar eins; lófa flatan á gólfi. f) Fjórum sinnum „átta-taktar“. Semja skal einfalda æfingu í átta töktum og endur- taka hana fjórum sinn- um. Ef gengið er fram í átta töktum verður að ganga átta takta aftur á bak og endurtaka það fjórum sinnum (spegill). Liðleikaæfing: Gott er að gera eina eða tvær liðleikaæfingar, t.a.m. splitt eða spíkat. Erfið æfing: Nauðsynlegt er að gera a.m.k. eina slíka æfingu, t.d. armbeygju á annarri hendi - eða halda sér uppi á höndum með fætur af gólfi - eða hoppa spíkat-hopp. Allir verða að fara kollhnís, annað hvort áfram eða aftur á bak. Síðan er hugmyndaflugið látið ráða. Þessu má blanda saman að vild. Ekki er nauðsynlegt að hafa allar skylduæfing- arnar í röð. En nokkrar æfingar eru bannaðar. BANNAÐAR ÆFINGAR Ekki má fara stökk-kollhnís, standa á höndum, fara heljarstökk eöa á handa- hlaupum, í brú eða flikk-flakk - eða gera neinar aðrar æfingar þar sem höfuð fer neðar en hjarta - nema lítinn kollhnís. Nú er bara að byrja að æfa sig! Gangi ykkur vel! Með kærri kveðju! Fyrir hönd „Aerobic Sport“, v Magnús Scheving. Æ S K A N 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.