Æskan - 01.06.1994, Side 9
Og nú efnum við til þolfimikeppni
unglinga um allt land - bæði fyrir
einstaklinga og hópa! Ég stefni að
því að koma í alla skóla og kynna
keppnina. Hún fer síðan fram á fjöl-
mörgum stöðum. Úrslitakeppni
verður í Reykjavík, væntanlega í
nóvemberbyrjun.
Verðlaun verða kynnt í 7. tbl.
Æskunnar en það kemur út 5. októ-
ber.
í 5. tölublaði lýsti ég því í nokkrum
orðum hvernig hægt er að undirbúa
sig fyrir keppnina. En hér koma
keppnisreglurnar:
Tími: Æfingamar eiga að vara í tvær
mínútur - og má ekki muna nema fimm
sekúndum.
Tónlist: Nota má hvaða tónlist sem
er.
Búningur: Stúlkur eiga að vera í leik-
fimifatnaði og húðlituðum sokkabuxum;
strákar í stuttbuxum og þröngum hlýra-
bol.
Allir eiga að vera í hvítum sokkum og
íþróttaskóm.
Æfingar: Gera þarf nokkrar skylduæf-
ingar:
a) Fjórum sinnum sundur - saman.
Hendur skulu frjálsar en alltaf eins.
b) Fjórum sinnum há spörk beint
fram. Hendur eru frjálsar en eins í þessi
fjögur skipti.
d) Fjórum sinnum
magaæfingar; hendur
frjálsar.
e) Fjórum sinnum
armbeygjur, allar eins;
lófa flatan á gólfi.
f) Fjórum sinnum
„átta-taktar“. Semja
skal einfalda æfingu í
átta töktum og endur-
taka hana fjórum sinn-
um. Ef gengið er fram í
átta töktum verður að
ganga átta takta aftur á
bak og endurtaka það
fjórum sinnum (spegill).
Liðleikaæfing: Gott er að gera eina
eða tvær liðleikaæfingar, t.a.m. splitt eða
spíkat.
Erfið æfing: Nauðsynlegt er að gera
a.m.k. eina slíka æfingu, t.d. armbeygju
á annarri hendi - eða halda sér uppi á
höndum með fætur af gólfi - eða hoppa
spíkat-hopp.
Allir verða að fara kollhnís, annað
hvort áfram eða aftur á bak.
Síðan er hugmyndaflugið látið ráða.
Þessu má blanda saman að vild. Ekki er
nauðsynlegt að hafa allar skylduæfing-
arnar í röð. En nokkrar æfingar eru
bannaðar.
BANNAÐAR ÆFINGAR
Ekki má fara stökk-kollhnís, standa á
höndum, fara heljarstökk eöa á handa-
hlaupum, í brú eða flikk-flakk - eða gera
neinar aðrar æfingar þar sem höfuð fer
neðar en hjarta - nema lítinn kollhnís.
Nú er bara að byrja að æfa sig!
Gangi ykkur vel!
Með kærri kveðju!
Fyrir hönd „Aerobic Sport“,
v Magnús Scheving.
Æ S K A N 9