Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 51

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 51
Ferðalangar á fílsbaki. kirkju sem hafði verið sprengd í seinni heimsstyrjöldinni en er nú búið að end- urbyggja. Við fundum engan matsölu- stað sem okkur leist nógu vel á svo að við fórum á sama staðinn og við höfðum verið á kvöldið áður og fengum okkur al- veg eins flatbökur og fyrra kvöldið! Eftir að við höfðum snætt góðan mat stakk Stella upp á því að taka mynd af einum þjóninum, einum kokki og og af okkur stelpunum! Þjónninn varð svo ánægður að hann gaf okkur fjögur epli. Klukkan var orðin margt og við gengum því beint heim á hótelið og fórum að sofa. 21. júni: RISASTÓR RENNIBRAUT Við vöknuðum klukkan sjö næsta morgun því að ætluðum að fara í sund- laugina Alster Swimmhalle sem er rétt hjá Alster-vatninu. Þar er risastór renni- braut sem er milljón (!) sinnum stærri en brautin við Laugardalslaugina. Þar voru þrír stökkpallar, þrjár aðrar rennibrautir og stór gosbrunnur. Edda beið á veit- ingastað meðan við busluðum. Þegar við höfðum skemmt okkur á þessum frábæra stað fórum við á hótelið okkar í síðasta sinn, til að pakka far- angrinum. Við áttum að fara á járnbraut- arstöðina og síðan í skoðunarferð um Hamborg. Á þessari stöð er margt betlandi fólk og fólk sem hefur misst heimili sín af ýmsum ástæðum. Við þurftum að ganga hratt á milli þess svo að við færum ekki ekki að gefa því aleigu okkar af vorkunnsemi. Farartækið, sem átti að fara með okk- ur í þessa ferð, var eins og lítil leikfanga- lest. Okkur voru sýndir margir gamlir og frægir staðir, m.a. Ráðhúsið en í því eru 640 herbergi sem ráðherrarnir vinna í! Þar var allt mjög fallegt. Við staðnæmd- umst líka við kirkju og fórum inn í hana. Djásn hennar eru þrjú stór orgel. Þrisvar á dag kemur maður til þess að spila á eitt af þeim og gerir hann það mjög fal- lega. Enginn mátti taka myndir þarna inni því að kirkjan er fátæk. í stað þess gátum við keypt póstkort til styrktar henni. Þegar við héldum aftur af stað var okkur sagt að það væru 2400 brýr ( Hamborg! Að þessari ferð lokinni fórum við á „Burger King“ og fengum okkur ham- borgara sem okkur fannst betri en á hin- Drómedari í dýragarðinum - afar ánægður með sig! um veitingastaðnum. Þegar við vorum orðnar pakksaddar fórum við aftur í búð- ir til þess að eyða þýsku smápeningun- um áður en við færum heim. Á þeirri leið gáfum við betlurum eplin sem þjónninn gaf okkur kvöldið áður. Þá var komið að því að kveðja þessa skemmtilegu borg. Á leiðinni heim fengum við að fara fram í vélina til að heilsa flugmönnunum í stjórnklefanum. Flugstjóri var Ingi Olsen og flugmaður Jón Þórarinsson. í Keflavík tókum við rútuna sem fór með okkur á Hótel Loftleiðir. Þar kvöddum við Eddu og héldum hvor til síns heima. Við þökkum öllum þeim sem sáu til þess að ferðin varð svona skemmtileg. Kær kveðja, Hanna og Stella. í Alstergarði. Ste,,a °9 Hanna sigfa um Saxelfí. Æ S K A N 5 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.