Æskan - 01.06.1994, Qupperneq 26
á námskeið sem haldin
eru fyrir ungt listafólk og
tekið þátt í samkeppni ef
til hennar er efnt.
Ég geymi Ijóð, sem
fylgdi bréfinu, þar til
dómnefnd kemur saman
til að velja verðlaunaljóð í
samkeppni okkar. Hún er
kynnt á hverju hausti.
Sendu meira þá!
HESTAROÖ
HERRA HEIMUR
Kæri Æskupóstur!
1. Gætuð þið birt vegg-
mynd af Fagra-Blakki eða
einhverjum erlendum hest-
um eins og honum?
2. Er til einhver hesta-
klúbbur?
3. Gætuð þið birt fróð-
leiksmola og veggmynd
með Arnold Schwarze-
negger?
4. Er ekki hægt að
senda veggmyndirnar án
þess að komi brot og göt á
þær?
Es.: Eva og Adam er frá-
bær saga. Æskan er frá-
bært blað.
Hestamaðurinn.
Svar:
1. Veggmyndir af hest-
um hafa oft fylgt blaðinu.
En við munum hafa þetta
í huga.
2. Við vitum ekki um
neinn - ef þú átt við klúbb
sem sendir félögum
myndir og fróðleiksmola.
3. Já, það skulum við
gera, að beiðni þinni og
fleiri!
4. Nei. Veggmyndirnar
verður að hefta í blaðið.
PENNAVINIR í
VESTURÁTT
Kæri Æskupóstur!
Getið þið birt heimilis-
fang hjá bandarískum
blöðum með pennavina-
dálki?
[ 4. tbl. sögðuð þið frá
hvernig ætti að tala við
hunda. Gildir það sama um
kýr og hesta?
Ein forvitin.
Kæra Æska!
Getur þú sagt mér hvert
er heimilisfang Siggu Bein-
teins?
Viltu birta nöfn græn-
lenskra pennavina?
A.Þ.
Svar:
Fyrra bréfið var sent
áður en 5. tbl. kom út. í
því voru birt heimilisföng
nokkurra pennavina-
klúbba og blaða með
pennavinadálkum, m.a. í
Bandaríkjunum. Við minn-
um á að flestir klúbbarnir
eru alþjóðlegir og geta út-
vegað pennavini í mörg-
um löndum. Tvö alþjóðleg
svarmerki þarf að senda
með bréfi. Þau fást á
pósthúsum.
Við höfum ekki fengið
bréf frá börnum á Græn-
landi. En reyna má að
senda bréf til dagblaðs
þar og biðja um birtingu
á beiðni um pennavini.
Rita má á dönsku eða
ensku. Póstfang þess er:
Gronlandsposten,
Postboks 39,
Industrivej 43,
3900 Nuuk,
Grænlandi.
Eflaust gildir hið sama
um kýr, hesta og hunda:
Að horfa beri í augu
þeirra þegar við þau er
talað en ekki stara án af-
láts!
Greinin fjallaði raunar
mest um hvernig skilja
mætti hunda af svip
þeirra og hreyfingum. Við
höfum ekki sams konar
upplýsingar um kýrnar og
hestana.
Við birtum ekki heimil-
isföng vinsæls fólks hér á
landi. En stundum er nóg
að líta í símaskrána ...
STRÁKARNIR ...
Frábæra Æska!
Ég hef alveg rosalega
gaman af The Boys. Ég
vildi gjarnan að það yrði
aftur grein um þá og vegg-
mynd af þeim eins og var í
8. tbi. 1993 en ekki það
sama og síðast.
Að lokum vil ég þakka
fyrir gott blað.
Hneta.
Svar:
Nýjar upplýsingar um
þessa vinsælu drengi eru
á blaðsíðu 20.
Kærar þakkir fyrir
bréfin, allir bréfritarar!
Aldrei reynist unnt að
svara öllum spurning-
um. En við geymum
bréfin og gluggum í
þau þegar gengið er
frá Æskupóstinum.
Ritið ávallt nafn og
póstfang!
2 6 Æ S K A N