Skírnir - 01.08.1918, Blaðsíða 15
' Sklrnir] Siöbót Lúthera 205
ingseign. Pílagrímsferðirnar til Rómaborgar eiga að leggj-
ast niður. — Hann hafði sjálfur komið til Rómaborgar og
’kynst spillingunni þar syðra. Taldi hann ferð þá mikils
virði fyrir sig, þvi hennar vegna gæti hann dæmt rétt-
látari dóm en ella um kaþólska kirkjulífið. — Betlimunka
klaustur skal hætta að stofna. Prestarnir mega gjarnan
vera kvongaðir. Kirkjubann er óhæfa. — Hann skorar á
■þýzku þjóðina að láta páfavaldið ekki hafa sig fyrir fé-
’þúfu. — Lúther er jafnvel svo frekur, að hann segir, að
páfinn sé ekki helgastur allra, heldur syndugastur allra;
biður hann guð að velta veldisstóli hans og steypa til
helvítis. — Hann minnist á margt, sem leiðrétta þarf, og
heitir á »hinn kristna aðal þýzku þjóðarinnar* að beitast
fyrir endurbótunum. — Af riti þessu seldust 4000 eintök
fyrsta hálfa mánuðinn eftir útkomu þess. Þannig tók
þýzka þjóðin móti þessari nýstárlegu sendingu. Fleiri mark-
verð rit gaf Lúther út þetta ár. Báru þau sama markið.
Torp þau kröftugar árásir á páfakirkjuna, og boðskapur
:um kristilegt frelsi, fluttur af brennheitri sannfæringu i
kjarnmiklum orðum. Það er kristindómur postulatímanna,
8em hér var boðaður á ný.
Samhliða ritstörfunum starfaði Lúther sem prestur og
háskólakennari í Wittenberg — og áheyrendum hans fjölg-
aði stöðugt.
En í loftinu voru veðrabrigði.
Úr suðurátt mátti vænta stórviðris — frá páfahirð-
inni í Rómaborg. — Hitt var óvíst, hvers konar veðri
niátti búast við úr vesturátt — frá nýkjörna keisaranum
Karli V.
Páfahirðin greip til síns vanalega úrræðis, til að
tryggja sér fullkominn sigur í þessu lútherska máli: Hún
lét birta á Þýzkalandi kröftugt bannfæringaskjal gegn
Lúther og kenningum hans. Hann átti að hafa svarað
því innan 60 daga, hvort hann vildi afturkalla kenningar
sínar eða ekki. Og ef hann afturkallaði ekki, mátti hann
búast við að verða höggvinn af tré kristninnar sem visin
grein, með því að hann væri harðsviraður villutrúar-