Skírnir - 01.08.1918, Blaðsíða 43
Skirnir]
Gunnar á Hlíðarenda
233
orði, að sagan gæði hann náttúrutilfinningu (»skjænker
ham naturíölelse*). Hann virðist því ekki eigna þau
Gunnari. Kinck finst fremur fátt um þau, þykir hér sam-
setning lita, tvennskonar bleikja, ekki tilvalinnar tegund-
ar. En íslenzkum bónda, sem hvert ár átti í liöggi við
launskæðar frostnætur, hafi þótt slikt hrífandi sjón. Það
sé búandi, sem sjái. Það sýni smáorðið »en«, er merki
»til og med, ja endog«. Þessi auðfengna geðbrigða-upp-
hrópun merki aðeins: Kú má fara að slá akur og taðan
er hirt. Því verður naumast neitað, að búsýslubragð sé
að orðunum. Er það í samræmi við þá kenning, að forn-
menn hafi aðallega litið búmannsaugum á íslenzka náttúru,
þó að æðri náttúruskoðunar verði vart.1) En samt þykir
mér upphrópunin list. Ur fimm orðum, tildurlausum og
óbrotnum, er hér ger skýr og ekki lítil náttúrumynd.
Hvert skifti sem eg minnist þessara orða, sé^ eg i huga
ianga hlíð með ljósgulum ekrum hér og þar og röð sleg-
inna túna, með bæjum á, eftir henni endilangri. Og um-
gerðin er áhrifamikil og skáldleg.
Fyrsta eða dýpsta orsök falls Gunnars og heimsnún-
ings, hulin orsök eðlilegra orsaka þess, er forlög hans.
örlagaráð birtist í því, er liestur hans drepur fæti. Svo
hljóðar skýring og skilningur Kjálu.2)
I viðureign við þá Þríhyrningsfeðga fer Gunnar tví-
vegis lieldur óhetjulega, óverulega. í orrustunni við Knafa-
hóla virðist hann eiga við þá alls kosti. Þá er þeir leggja
á flótta, segir hann hæðnislega: »Þat mun ykkr þykja
ilt til frásagnar, ef ekki skal mega sjá á ykkr, at þit
hafit í bardaga verit.« Síðan lileypur hann að þeim og
veitir þeim áverka (c. 63). Og í seinasta Rangárbar-
‘) Th. Hjelmqaist, Natnrskildringavna i den norröna diktningen.-
Stockholm 1891, hls. 7.
’) Báath, Studier hls. 127. Þrisvar verða hestar verkfœri forlag-
anna i lífi Gunnars: Otkell réð ekki viö hest sinn, er hann reiö ofan á
hann. Af því vá Gunnar hann. Af hestaati hófst fjandskapur hans
við Þrihyrningsfeðgn. Og loks er það af hests völdum, að hann hættir
við utanför.