Skírnir - 01.08.1918, Blaðsíða 36
226
Gannar á Hlíðarenda
[Skírnir
sem veldur fyrstu iðrun með kristilegum blæ, er flnst í
skáldskapnum®1) (o: skáldakvæðunum gömlu), segir norskur
rithöfundur í góðri bók um kristna trú og fornnorrænan
kveðskap. Líklegt getur það þvi ekki talist, að Gunn-
ari á Hlíðarenda, víking og kappa í heiðnum sið, er hvað
eftir annað ógnar andstæðingum sínum með áskorun um
hólmgöngu, hafi þótt mikið fyrir að vega menn, ekki sízt
fyrir fáryrði og skapraunarorð um sjálfan hann. Því má
og ekki gleyma, að öldin var ekki hneigð til nýbreytni,.
allra sizt í hugsun, og að Gunnar var maður ekki frum-
legur og því ekki líklegur til slíks. Persónu-skapnaði
heiðinna forfeðra vorra var og öðruvisi háttað en tíðkast
nú. íhygli klauf þá ekki í herðar niður, sem ýmsa vel
gefna nútíðarmenn.
Einhver kann að minna á vísu, er Gísla Súrssyni
á að hafa þótt önnur draumkona sín kveða við sig, þar
sem hún varar-hann við vígum: »Vald eigi þú vígi —
vesþú ótyrrinn fyrri — morðs við mæti-Njörðu — (mér-
lieitið því) sleitinn«. En á þessu er kristilegur blær,2)
enda segir saga Gísia, að hann hafi látið af blótum, síðan
hann dvaldi í Vébjörgum, og honum virtist draumkonan
líka biðja sig að »láta leiðast fornan sið« (Gíslas. í Altn.
Sag. — Bibl. c. 21).
Mér þykir því langlíklegast, að þessi orð Gunnars-
séu Bkáldsmíð. Ovenju-mikil tilfinning logar í þeim, eftir
því sem tiðkast í fornsögum vorum. Og það er auðséð,
livað þau eiga að sýna. Gunnar á æ í vígaferlum. Það
___________ #
’) Fredrik Paasche, Kristendom og Kvad, hls. 22. I hei&ni rikti
yfirleitt meira samræmi milli viija og verka en í kristnum sið. Monn
gerðu þá ekki eins mjög og nú annaö en það, sem þeir vildu, eða vildu
aunað on þeir gerðu. Þetta sést á samhandi þeirra við guði sina. „Sam-
handið milli goða og mauna var, sem áður er sagt, ekki það auðmýktar-
og syndatilfinningar-samhand frá mauna hálfu sem i kristinni trú; synd-
arhugmyndin var yfir höfuð ekki til. Hún gat því ekki gert menn að
andlegum vesalingnm eða dregið úr mönnum dáð og kjark“. Finnur
Jónsson, Goðafræði Rv. 1913, hls. 141.
, 2) „Han (o: Gisli) synes at gendigte kristelig Sedelære11. Paasche,.
Kristendom og Kvad, hls. 16.