Skírnir - 01.08.1918, Blaðsíða 57
Skirnir]
Gunnar á Hlíðarenda
247
Ibrunni sem áður: Flestu er snúið Gunnari til vegs og
virðingar.
VI.
Þótt erfitt sé og villugjarnt þar um dimman stíg, liefi
•eg farið yfir sögu Gunnars og reynt að nokkru að vinsa
skálskap frá sannri eða sennilegri sögu af honum. Og eg
þykist hafa leitt líkur að því, að greina verði milli hins
raunsanna Gunnars og þess, er Njála sýnir með samúð og
aðdáun, og margt sé þar skáldskapur um hann, er eg hefi
ofurlítið leitað skýringa á. Sá Gunnar, er lifði, særði, vó
og féll á 10. öld, heflr eflaust verið hin mesta hetja, vel
búinn að íþróttum og líkamsatgervi, líklega glæsimenni
mikið og átt einhverja hina glæsilegustu lconu, er komið
hefir á kvenfagra ísland. Líklegt er, að margt hafi og
verið siðlega vei um hann, .0g því hafl hann átt raungóð-
an vin, þar er JSTjáll var. Sagnir af þeirri vináttu eru, ef
til vill, það gneistaflug, er kveikti í áskapaðri samúð
stórskálds með dæmdum og vegnum atgervismanni. En
hann hefir verið vígamaður og ekki laus við að beita
ójöfnuði, að því er mér virðist ráða mega af ýmsum rök-
um, hefir neytt aflsmunar og ekki »farið að lögum«, er
því var að skifta, sem sterkari mönnum hættir æ við.
Máttarmeiri láta enn kné fylgja kviði i andlegum efnum,
en hirða ekki um sannleik og réttan málstað.
Sá Gunnar, sem rís upp frá dauðurn i Njálu og öðl-
ast þar eilíft líf, hefir verið í hreinsunareldi. Sitthvað
loðir þó við hann af breyskleika menskra manna. En
söguhöf. hefir farið svo hljóðlega með brestina, að lesend-
ur Njálu hafa fæstir orðið þeirra varir. Og það er efa-
samt, að söguritarinn hafi séð þá alla fyrir ofdýrkun á
hetjunni. Dálæti hans á kempunni hefir spilt sögunni.
Gunnar Njálu er enn meiri kappi en hann var í lífi sínu.
Hann er að vísu vígamaður, en dansar nauðugur, því að
hann er friðsemdin sjálf og sáttfýsin, sæmdarmaður, sem
vill ekki vamm sitt vita. En eitt ójafnaðarverk vann
hann, og það kom honum á kaldan klaka. Sú er yfir-