Skírnir - 01.08.1918, Blaðsíða 27
Skirnir]
Si&bót Lúthtrs
21 r
Fyrir þessum hugsjónum barðist hann. 0g hann
barðist eins og hetja. Hann fann sinn eigin lífskraft fólg-
inn í sínu andlega lífi, sem hann hafði öðlast í sálarstríði
Bínu. Þetta andlega líf vildi hann varðveita og gera aðra
menn hluttakandi í því. Hann var samvizku sinni trúr
og þeim sannleika, sem rikti í sálu hans. Líkamlega lífið
hikaði hann eigi við að leggja í hættu. Þetta sýndi liann
glöggvast í förinni til Worms og heimferðinni frá Wartborg
til Wittenberg. Hann neitaði því hvað eftir annað, að
hann eða málsstaður hans væri varinn með vopnahaldi.
Orðið var það vopn, sem liann treysti á. Og því vopni
beitti hann betur en nokkur annar. I varnarritum sín-
um beitti hann því vopni eins og hetja. Hann var sjálf-
ur andlega frjáls og beitti því frelsi ótæpt i ritum sínum.
Hann barðist fyrir bjargfastri sannfæringu sinni. Og
hann hlífði eigi neinu, sem hann réðst á. Orð hans voru
bitur og hittu markið. Hann játaði það sjálfur í Worms,.
að hann hefði stundum verið alt of frekyrtur í garð ein-
stakra manna; en hann afsakar ekki frekyrði sín um
spillingu páfadómsins Hann var skapmaður, sem barðist
í vígahug. Og vígið, sem henn réðst á, var svo öflugt,.
að hann varð að beita því afli, sem guð hafði gefið hon-
um. Óg hann skoðaði sig sem hermann guðs, sem ekki
mætti draga af sér.
I kennarastólnum og prédikunarstólnura dró hann
heldur eigi af sér. En þar var bardagaaðfei'ð hans önn-
ur. Þar leitaðist hann við að sannfæra áheyrendurna
með snjöllum en hógværum orðum. Hann prédikaði þannig,
að allir skildu. Og hann hreif þá, sem á hann hlýddu,
»Hver sá, sem einu sinni hefir hlýtt á hann, hlyti að vera
úr steini, ef hann vildi ekki hlýða á hann aftur og aft-
ur«, sagði einn áheyrandinn um hann.
Hann var leiðtogi fólksins í andlegum efnum. Það leit-
aði ráða hjá honum og fekk þau. Hann miðlaði fátæk-
um af litlum efnum. Fékk líka oft stuðning til þess hjá
þeim, sem meira gátu, eins og t. d. Friðrik kjörfursti.
Grundvöllur trúar hans og lifernis var guðs orð í