Skírnir - 01.08.1918, Blaðsíða 40
230
Guniiar á Hliðarenda
[Skirnir
Var þessi áskorun skýlaus ójöfnuður, þótt hann gerði það
sökum vina sinna, þeirra Bergþórshvolsfeðga, Njáls og
Helga. Verður síðar drepið nánar á þetta atriði.
Ofbeldislund hans kemur þó, ef til vill, skýrast í Ijós,
er hann rýfur sætt við merka menn og fer ekki utan.
Þá verður Gunnari það á, er hetjur má eigi henda og
gagnstætt er eðli þeii’ra. Orðheldni er eitt auðkenni kappa,
bæði í austur- og vesturlöndum.1) Ein sögupersónan er
líka látin hafa sterk orð um þessi svik hans, og sú ekki
óvinveitt honum, Kolskeggur, bróðir hans, er ann honum
sem bróðir fær bróður unt. »IIvártki skal ek á þessu
níðaz ok á engu öðru, því er mér er til trúat«, segir hann
(c. 75). Annárs er meðferð höf. á þessu efni næsta fróð-
leg. Þess má sýna óræk rök, að höf. heflr þekt sögu af
Gunnari, sem felst í önnur skýring á sköpum og gerðum
hetjunnar en hann lætur mest á bera, en riður ekki beint
í bága við höfuðskýring hans. Þar sést greinilega, að hann
er Gunnari hliðhollur, sem ákafa-flokksmaður foringja
sínum, og reynir því að fegra ófegrandi sáttrof.
Flestir Islendingar kunna vist söguna af þvi, er Gunn-
ar sneri aftur. Ilestur hans drap fæti. Hann stökk af
baki, varð litið upp til hlíðarinnar og mælti þessi alkunnu
orð: »Fögr er hliðin, svá at mér liefir hún aldri jafnfögr
sýnzt, bleikir akrar, en slegin tún, ok mun ek ríða lieim
aptr ok fara hvergi« (c. 75).
Satt er það, að akra hefir mátt líta í Fljótshlíð um-
hverfis Hlí"arenda i fornöld. Örnefni bera þar merki ak-
uryrkju.ö Að þessu leyti verður ekkert athugað við
söguna. Slíkt skiftir og ekki máli hér, lieldur hitt, hvort
ást Gunnars á fegurð Fljótshlíðar hafi verið aðalástæða
þess, að hann sneri aftur, sem slcilja verður af sögunni.
Því veitir mér erfitt að trúa. Mestu elskendur ís-
lenzkrar náttúru, Bjarni Thórarensen og Þorsteinn Erlings-
’) Yedel, Helteliv, bls. 187—189.
2) Björn M. Ólsen, Búnaöarrit 1910, bls. 104, Árb. Fornleifafélags-
ins 1888—92, bls. 41.