Skírnir - 01.08.1918, Blaðsíða 76
Erasmus frá Rotterdam.
Eftir Magnús Jónsson, dócent.
I.
Nú um 400 ára afmæli siðbótarinnar, mætti líta á
ýmislegt, sem er henni nátengt, þótt eigi sé það beinlínis
talið til hennar. Á hverri stórri sýningu eru margar
»hliðarsýningar«, sem gaman er að sjá um leið, og svo er
það og um stórbyltingar mannkynssögunnar. Hér skal
brugðið upp einni slíkri hliðarsýningu, enda þótt einnig
megi skoða hana sem sjálfstæðan viðburð. En það er sá
þáttur mannkynssögunnar, sem leikinn var af Erasmusi
frá Rotterdam.
Erasmus frá Rotterdam er eins og kóróna eða hátind-
ur þeirrar voldugu andans lireyfingar, sem kölluð er ým-
ist Renaissance (endurlífgunarstefna) eða Humanismus
(mannúðarstefna). Mannkynssagan greinir eigi frá annari
stórfenglegri eða glæsilegri hræringu. Náði hún um fiest
lönd álfunnar og var mjög margvísleg. Upprunnin var
hún á Italíu á 14. öld. Þegar fram í sótti gerðust ýmsir
forkólfar hennar skeytingarlitlir um trúmálin og þóttu eigi
hvítir sauðir innan kirkjunnar. En undir lok 15. aldar-
innar tekur hún að færast nær kirkjunni. Er höfuðból
hennar þá flutt orðið norður yfir Alpafjöll, til germönsku
þjóðanna, En þótt húmanistarnir yrðu vinsamlegri í garð
kirkjunnar og trúarinnar, þá voru þeir þó alla stund
værugjarnir og hæglátir um trúmálið. Hjá þeim var
vöknuð löngun eftir siðbót, en hún átti að vera í alt öðr-
um anda en siðbót Lúthers varð. Húmanistarnir, með