Skírnir - 01.08.1918, Blaðsíða 42
232 Gunnar á Hlíðarenda [Skirnir
ágætlega heim við það, sem vér vitum um fornnorræna
vikingslund og hetjuskap yfirleitt. Ekkert var og eðlilegra,
en að Gunnar ofmetnaðist af sigrum sínum, fyltist ofur-
huga, sem hetjum er títt og einatt hefir orðið þeim að
falli. Það eykur trúanleik vísunnar, að hún er í öllum
handritum Njálu, þar sem aðrar vísur í fyrri hluta sög-
unnar eru að eins í sumum þeirra. Hún segir oss aðal-
ástæðu þess, að Gunnar hélt ekki sætt sína. Og höf.
virðist hafa skilið efni hennar, sem vænta mátti um slik-
an mannþekkjara, því að hann lætur Skarphéðin segja:
»Mikit er um fyrirburði slíka, er hann sjálfr vitraði okkr,
at liann vildi heldr deyja en vægja fyrir óvinum sinum«,
En hér sést viðleitni sögunnar að fegra og siðfága lietju
sína. Það var ólíku veglegra, sorglegra og skáldlegra að
baka sér sekt og líflát af uást á sveit sinni og fegurð
hennar lieldur en af ofurkappi og vísvitandi mótþróa við
landslög. Því lætur liöf. bera mest á þeirri ástæðu, ef
hann hefir ekki algerlega búið liana til. En hann þegir
þó ekki um aðalástæðuna, ef til vill af raun3æi skáld-
auga síns. Hugsanlegt er og, að höf. liafi skreytt Gunnar
hér og víða enn meira af því, að hann liefir fundið, að
sagan yrði vinsælli fyrir vikið. Gunnar hefir vafalaust
verið eftirlætisgoð samtíðar höfundar Njálu, enda virðist
mega marka þetta af þvi, hvernig Eyrbyggja getur varn-
ar hans liinztu, er tilgreint er í öðrum kafla ritsmíðar þess-
arar. Og í Hænsa-Þórissögu (c. 17) og Gunnlaugssögu
ormstungu (c. 1) má sjá, að bjartur minningaljómi hefir
leikið um nafn hans á 13. öld.
Fleiri en eg ætla þetta atriði Njálu skáldskap. Síra
Friðrik Bergmann trúir ekki sögunni, kveður hana skáld-
skap.1) Einn hinn merkasti rithöfundur Norðmanna, Hans
E. Kinck, sem er í senn stórgáfað skáld og maður lærður
vel, hefir nýverið ritað grein um íslendingasögur, þar sem
hann minnist á þessi orð Gunnars.2) Iiann kveður svo að
*) Vafurlogar bls. 61.
s) „Et par ting om ættesagaen. Skikkelser, den ikke forstod11, i ritinu.
Til Gerhard Gran 9. des. 1916, bls. 51.