Skírnir - 01.08.1918, Blaðsíða 16
206
Siðbót Lúthers
[Skirnir'
maður. — Jafnframt var þýzkum valdhöfum hótað strangrí-
hegningu, ef þeir gæfu ekki Lúther á vald páfans og:
sseju um, að rit hans væru brend — þ. e. a. s. ef hanit
léti ekki undan.
Lúther skrifaði harðorðan bækling gegn bannfæring-
arbréfinu, en valdhafarnir hreyfðu sig ekki til aðgerða^
— Úlrik frá Hútten fann upp á því að gefa bannfæring-
arbréfið út með skýringum eftir sínu höfði. Voru þær
skýringar alt annað en vingjarnlegar í garð páfans. T.
d. segir Hútten um þá skipun páfans að brenna rit
Lúthers: «Þess þarf ekki að biðja. Þau brenna nú þegar
i hjörtum allra góðra manna. Sá bruni mun þér óþægi-
legur. Slöktu hann, ef þú getur«.
Nú var mest um að gera, hvernig keisarinn snerist-
við málinu. Fjöldi af vinum Lúthers vænti hins bezta af
keisaranum. Þeirra á meðal var Friðrik kjörfursti.
En keisarinn vildi sjá um sig. Hann þurfti að hafa
páfann sér hliðhollan. Var þvi varasamt fyrir hann að"
veita Lútherssinnum lið. Iíann var líka kaþólskur í húð-'
og hár. Sendiboði páfa fylgdi honum stöðugt og hafði
hönd í bagga með. Kom hann því til leiðar, að fyrstui
afskifti keisarans af máli Lúthers voru þau, að rit hans-
voru brend í Löven á Niðurlöndum. — En bráðlega var
keisarinn væntanlegur, til að lialda rikisþing í Worms á
Þýzkalandi. En á leiðinni þangað voru rit Lúthers brend
i bæjunum Köln og Mainz. Keisarinn kom þannig til
Þýzkalands með villutrúareldinn rómverska. Horfurnar
voru ekki góðar. Rit Lúthers loguðu. Mun eldurinn
bráðlega ná höfundinum ? — En Lúther var hvergi hrædd-
ur. Hann brá sér til og safnaði saman lögum páfakirkj-
unnar, lagði eld í og kastaði bannfæringarskjalinu á bálið^
— Þetta gerðist utan við Wittenberg 10. des. 1520 í við-
urvist fjölda háskólanemenda. — Svona djarfur leikur var
fágætur. Hann vakti athygli.
í ársbyrjun 1521 stefndi keisarinn höfðingjum Þýzka-
lands til rikisþings í Worms. — Þegar mál Lúthers kom
til meðferðar á þinginu, voru skiftar skoðanir um þa&