Skírnir - 01.08.1918, Blaðsíða 20
210
Siðbót Iiúthers -
[Skírnír'
Lúthers, sem sat við hlið hans, mótmælti ákaft þessumi;
aðförum. En mótmælin voru að eins gerð tii að blekkja
ökumanninn. Þeir Lúther höfðu verið aðvaraðir. Þeir
vissu, að riddararnir voru vinir, en ekki óvinir.
Lúther var úr sögunni. — En frá þessum tíma sat
Georg riddari í Wartborgarhöll. Las hann þar og ritaði.
Meðal annars þýddi hann Nýja testamentið á þýzka tungu
eftir gríska frumtextanum. — Þegar árásin á Lúther frétt-
ist, héldu margir, að óvinir hans hefðu ráðið hann af
dögum. Hörmuðu vinir hans örlög hans. En þeir helztu
af þeim fengu brátt að vita, hvar hann var niður kom-
inn. Fögnuðu þeir því einlæglega. Einn af þeim var
Melanchton. Hann var prófessor í grísku við háskólann
í Wittenberg. Hann var einn fornmentamannanna. Hafði.
tekist einlæg vinátta með þeim Lúther. Hneigðist Me-
lanchton þegar að trúarstefnu Lúthers og varð einn
ótrauðasti fylgismaður og samverkamaður hans í.
siðbótarstarfinu.
Melanchton var mikill vísindamaður og mannvinur,.
hógvær í skapi, veikbygður og veiklyndur. Hann var
maður hagsýnn, en ekki duglegur til framkvæmda út á við.
Samtímis því, að Lúther var kallaður til Worms,
hafði Melanchton varnarrit á prjónunum gegn kaþólskum
árásum á kenningu Lúthers. Segist hann verja Lúther
sökum þess, að hann hafi dregið gleðiboðskapinn fram L
dagsbirtuna. Hann vill ekki raska friði kirkjunnar, ekki
vekja sundrung í ríkinu; hann vill að eins leysa ættjörð-
ina undan ánauðarokinu rómverska. — En mótstöðumenn-
irnir hafa hafið ófriðinn. Þeir vilja brjóta sannleikann á
bak aftur með ofbeldi. Lúther ræðst á það eitt, sem ekki.
átti heima í kirkjunni á blómadögum hennar. Hann berst
ekki með ofbeldi; hann berst með orðinu fyrir lífstrúnni.
Melanchton slcorar því á þýzka þjóðhöfðingja að vernda
gleðiboðskapinn, kenningu Krists, dýrmætustu eign þeirra
og það æðsta, sem til er á jörðu. Þannig skilur Melanch-
ton Lúther og kenningu hans. — Lúther kunni líka að
meta Melanchton, þó þeir væru að mörgu ólíkir. Þegar _