Skírnir - 01.08.1918, Blaðsíða 53
Skirnir]
Gunn&r á Hlíðarenda
243
Njála kveður fjórtán hafa fallið, Hjört hinn fimtánda.
Fræðiritið Landnáma kappkostar sýnilega að telja þá
nákvæmlega, er á fundinum féllu, þar sem getið er falls
eins húskarls, og hann nefndur nafni, ekki meira virðir
en húskarlar vóru í fornöld. Það er því ekki ólíklegt,
að Njála hafi stækkað Gunnar á að bæta einum tug við
tölu fallinna manna.
A Landnámu er helzt svo að sjn, sem Egill hafi verið
aðalmaður í fyrirsát fyrir Gunnari hjá Knafahólum. í
Njálu er Starkaður undir Þríhyrningi frumkvöðull henn-
ar og foringi. En Landnáma nefnir ekki, að liann liafi
tekið þátt í þeirri aðför að Gunnari. Enn kemur
Njálu og Landnámu ekki saman um austmennina. Land-
náma kveður tvo hafa fallið, Njála einn.1)
Landnáma (bls. 110) segir öðruvisi frá falli Gunnars
en Njála. Saman ber þeim um tölu særðra og fallinna.
En þab ber á milli, að Landnáma kveður Gunnar hafa
verið lieima með einn karlmann fulltíða, en Njála segir
hann einan, eins og Eyrbyggja. öll frásögn af falli Gunn-
ars fær og enn meira á oss, er enginn er til liðsinnis.
Njála gerir með þessu hetju sína enn stærri en hin þurra
frásögn Landnámu. Mest hljóta menn þó að taka eftir
því, að Landnáma lcveður Ásgrím • Elliðagrímsson með
þeim, er fóru til vigs Gunnars. Njála telur fyrirmenn
þeirrar farar nákvæmlega (c. 75), en getur hans ekki,
og veit þó margt af honum að segja. Er þvi ólíklegt, að
höf. hafi ekki heyrt um hlutdeild Ásgríms í aðför að
Gunnai'i. Aftur aflar Gunnar sér vináttu hans að sögn
Njálu, — er hann skorar á hólm Úlf Uggason, skáld, er
við lá, að ónýttist málssókn Ásgríms á hendur honum, og
fyr er nefnt (Njála cap. 60). Með slíkum ójöfnuði barg
Gunnar máli Ásgríms, er hét honum að vera aldrei í
nrót honum, en jafnan með í málaferlum. Njála og Land-
*) Tveir auatmonn sátu fyrir Gunnari, samkvæmt Njálu, og váru
þeir á vist í Sandgili. Njála segir nokkra sögu af þeim anstmanni, er
komst lieill úr bardaganum bjá Knafaliólum. Hann féll fyrir Gunnari
keima á Hlíðarenda, er þeir Gizur bvíti og Geir gobi vúgu bann.
16*