Skírnir - 01.08.1918, Blaðsíða 73
•gkirnir] Um lifseigju dýra og manna 263
■til mörg efni sem enn eru óþekt, og ef til vill eru sum
þeirra enn þá dásamlegri en þau sem okkur nú finnast
aðdáunarverðust. Það má vel vera, að til sé sál og sé
Tir slíkum efnum gjörð.
„Das sieht schon hesser ans!
man sieht doch, wo und wie“ —
•segir læri8veinninn í »Faust*. —
Áður fyr töldu menn lífið farið um leið og hið æðra
sálarlíf sloknar og maðurinn andast. Nú vitum við að
lífið dvelur enn um hríð í líkamanum eftir andlátið. Sálin
er víðfaðmari og margbrotnari en menn héldu áður; því
áður kölluðu menn að eins æðri hluta lífsheildarinnar sál.
En réttast mun að kalla alla lífsheildina sál og segja 1 í f
og sál eru eitt. En sálin í þeirri merkingu er ekki
eins fljót að fara úr líkamanum og áður var haldið. Það
er eins og hún haldi dauðahaldi í líkamann — eða líkam-
inn í hana. Og stundum er lílcast því sem hún fari sár-
nauðug burtu — »harmandi forlög sín, er hún þarf að
skilja við þroskann og æskuna«, eins og Hómer kemst að
orði um sál Hektors.
í öllum löndum, hjá öllum þjóðum, á öllum tímum
•hafa ýmsir — líka óljúgfróðir menn — sagst sjá svipi
manna, bæði dáinna og sofandi. Mannleg augu geta ekki
greint annað en það sem er efniskent. Ef svipir sjást,
hljóta þeir að vera úr efnum gerðir.
Njáll lét segja sér þrisvar, áður en hann trúði því er
honum þótti furðulegt.
Við höfum flestallir heyrt þetta oftar — miklu oftar
en þrisvar og margt annað gott því til stuðnings. Og þó
— erum við vantrúaðir, þvi Tómasareðlið er ríkt í okk-
ur. En eg segi fyrir mitt leyti eins og Festus forðum við
Pál: »Lítið vantar á —?«, og eg er óðfús til frekari
fræðslu í þessum efnum. Því það væri sannarlega mikils-
vert að vita það með vissu, að við lifum þótt við deyjum.
Steingrímur Matthíasson.