Skírnir - 01.08.1918, Blaðsíða 63
^Skirnir]
Þau sem gleðina þrá . . .
253
Hver og ein skemtan sú er menn skeyt’ ekki’ að muna,
og fríð framandi lönd — í léttúð öll þau íió,
og vegleg borgin þar — virðist í tíðbrá funa,
og tær ilman í skóg — teiguð í skuggaró,
og vikivakasveim — á vötnum Suðurbygðar,
og rán, anganin sú, frjóvæn — það svikahró:
Alt eins, öll þessi boð — þar kennir kaupalygðar,
halda fram sí og æ fríðindum hennar Fró,
■og af þvi hnígum við að fótum hennar Frygðar ....
En sjá jarðarbörn tvö þau sem verð’ eins og eitt!
Hvað varðar þau um neitt, hvort ljúft er eða leitt?
Þau tvö vesalingshjú, er ástin saman sveigir,
anda með einum munn, hvort sig í hinu sér,
hugs’ ekk’ um blómabeð — höfgur sefinn þau hneigir,
né þá um Austurheim, hvar hún Paradís er,
né vært vatnið og bjart, er háan hirnin eygir,
né Ijúf kvöldin og löng, er hún Von þögul þreyir,
heldur það lán, það eitt sem er alt: gleyma sér......
Geta gleymt! Graf’ í þér ljóðheima lyndismeyra/
fær' í hjartað þitt inn öll himinljósin frið,
fela til fulls í þér, þurf’ ekki framar heyra
þann leyndarsöng, er ber að eyrum ár og síð,
breyt’ okkar ástum í gríðar óminnisgeima,
svo að hljóð, angan, glit, þar hníg’ í gleymskudá,
hrinda burt öllu hér, helga sér munarheima,
gef’upp önd, and’ í þér, dett’ útaf, deyja, frjá! .....
Gestur.