Skírnir - 01.08.1918, Blaðsíða 64
Um lífseigju dýra og manna.
Er lífið ódrepandi?
Oft hefi eg síðan eg yarð læknir furðað mig á, live-
sumir eru lífseigir.
Sumum gengur erfiðlega að fæðast í þennan heim.
En langtum fieiri eru þeir, sem eiga erfitt með að deyja.
Karlæg gamalmenni eru stundum árunum saman að seigl-
ast á móti sigð dauðans, svo að siðustu verða jafnvel
þeirra nánustu leiðir á drættinum. Eg minnist í því sam-
bandi gamansögu eftir Maupassant, sem gerist i Norman-
díi. Þar er siður að gefa sætt kaffi og lummur ættingjum
og vinum, þegar einhver er nýskilinn við. Gömul, efnuð
kerling var komin að andláti og virtist að eins eiga eftir
nokkur andartök. Erfingjarnir buðu strax nágrönnunum,.
því lummurnar voru bakaðar og heitar af pönnunni. En
gamla konan lifnaði við aftur, og skaut það öllum svo
skelk í bringu, að lummurnar gle^mdust, og kaffið kóln-
aði á könnunni.
Hér á landi þekkjum við sögu af mörgum gamal-
mennum, sem hafa átt í mesta stríði með að komast yfir-
um og það svo, að stungið liefir verið upp á þeim örþrifa-
ráðum að hvolfa potti yfir vitin á þeim. Ekki skal eg
samt fullyrða, hvort þeirra ráða hafi nokkurn tíma verið
neytt í alvöru.
Og sé gamla fólkið lífseigt, þá er siður að furða sig
á, þó menn í broddi lífsins eigi stundum bágt með að
deyja. Við þekkjum það úr fornsögunum, hve sumir
kapparnir voru þéttir fyrir og hve marga og mikla áverka