Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1919, Side 7

Skírnir - 01.12.1919, Side 7
Skírnir] Jón Thoroddsen. 213 Hómers. Og þó að margar aldir og lönd skilji Hómers- kvæði og sögur Jóns Thoroddsens, eiga þau þó sammerkt i þvi, að bæði lýsa andlegum frumbýlingum. Má og sjá mót á því i sögum hans báðum, að hann hefir kunnað sum orðtök og goðsagnir Hómers, t. d. í hinni frægu lýsing á Bárði á Búrfelli og búskap hans, þar sem hann talar um hina »rósfingruðu morgungyðju«, sem »rís úr rúmi Títonar*, og að Bárður hafi skemt sér við sjón hinna bráðfeitu sauðar- falla. Og í »Manni og konu* minnist hann á gyðjuna Aþenu, er steypti fegurð yfir Ódysseif konung borga- brjót, er hann kom á mannamót. Þá er Jón Thoroddsen kom til Danmerkur haustið 1841, sótti hann þar svo vel að, að »rómantikin« hafði á undanförnum áratugum frjóvgað andlegar ekrur Dana, fjölskrúðugur andans gróður þotið þar upp. >Rómantikin< beindi, sem alkunnugt er, hugum skálda og rithöfunda að endurminningum og sögu þjóða þeirra, vakti áhuga á þjóðsögum og þjóðlegum fræðum. Þessari stefnu megum vér þakka gersemarnar þjóðsögur vorar. Þessi þjóðlega stefna og starfsemi olli því, að skáldin fundn nýtt og merkilegt yrkisefni, þar sem var sveita- og alþýðulíf sam- tiðar þeirra. Um líkt leyti hófst í Frakklandi, Þýzkalandi, Sviþjóð og Danmörku skáldsagnagerð, þar sem lýst var sveitalíti. Skáldin voru þarna aftur komin til nútíðarinn- ar, úr »rómantiskum« draumhimni ofan i fjörðu og dali raunveruleikans. í Danmörku reið Jótinn síra Steen Steen- sen Blicher á vaðið. Sveitasögur hans byrjuðu að koma út milli 1820 og 1830. Blicher dó 1848, veturinn áður en Jón Thoroddsen samdi »Pilt og stúlku*. — Liklegt er að Jón hafi lesið skáldsögur þessa merkisskálds Dana, þótt vist sé það alls ekki. Vanséð er, að rannsóknir leiði það nokkru sinni í Ijós, hvaða ú 11 e n d skáldrit hafi orkað á Jón Thorodd- sen, frjóvgað hann drýgst og kent honum bezt. Eng- inn vafi leikur á, að hann hefir kynst nokkuð erlendum bókmentum — hefði að öðrum kosti ekki orðið söguskáld. Hann sló elöku við námið, skopaðist að prófköppum, kveð-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.