Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1919, Blaðsíða 72

Skírnir - 01.12.1919, Blaðsíða 72
278 Færeysk þjóðeraisbarátta. [Skírnir mitt hann varð til þess, að yrkja þjóðhymna Færeyinga: Tú alfagra land mítt. Árin 1903—6 gaf hann út á hverj- um áramótum Jóla- og nyjársbók með greinum og Ijóð- um, einkura kristilegs efnis. Að miklu leyti hafði liann samið það sjálfur eða þýtt. I sjónleiknum Vár, sem út kom neðanmáls í Tingakrossi 1904, lýsir hann vorgróðri hinna ungu Færeyja. I nokkur ár var hann ritstjóri bíiruablaðsins Ungu Feroyar, sem líka var læsilegt fyrir fullorðna; meðal annars kom þar út þýðing á Víga-Glúms- sögu. Blaðið er nú hætt að koma út, og er það illa farið. Rasmus Rasmussen hefir frá fyrsta fari verið sam- kennari Símunar av Skarði við lýðháskólann. í Búreising skrifaði hann mikið, einkum um eðlisfræðileg efni, að- aðdráttarafl, rafmagn, o. fl. 1910 gaf bókmentafélagið út jurtafræði (Plantulœru) eftir hann; fyrir íslending er gam- an að sjá, hve mörg þeirra fræðiorða, sem hann notar, eru tekin upp úr íslenzku. Ásamt M. A. Jacobsen heíir hann samið reikningsbók fyrir börn (Roknibok 1916), hina fyrstu á færeysku. Árin 1906—8 skrifaði hann nokkrar stuttar sögur í Tingakrossi undir dulnefninu Regin í TAð. Þær voru síð- ar *gefnar út í sérstakri bók, Glámlýsi 1912. Þó að efnið í þessum sögum sé ekki nýtt, hefir höfundi tekist að bregða yfir þær svo færeyskum lit, að ánægja er að lesa þær. Sama er að segja um skáldsöguna Bábelstornið, sem bók- mentafélagið gaf út 1909. Það er ættarsaga, segir frá þremur feðgum, er hinn fyrsti var uppi á dögum Niels Winthers, og er látinn vera samherji hans. Ef á heild- ina er litið, er sagan heldur lausleg, en sarnt sem áður bregður hún upp einkar ljósri og fróðlegri mynd af lífi manna í Færeyjum, deyfð almennings og sinnuleysi um allar framfrarir, og lotningu hans fyrir því, sem útlent er. Alt snýst þar í fámenninu um persóuur, ekki málefni. Eftir Regin í Lið kom út í Tingakrossi 1910 leikurinn Hovdingar hittast með efni frá dögum Sigmundar Brestis- sonar og Þrándar í Götu. Skáldið lýsir þar baráttu heiðni og sjálfstæðis annars vegar gegn kristni og konungsvaldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.