Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1919, Blaðsíða 73

Skírnir - 01.12.1919, Blaðsíða 73
Sbírnir] Færeysk þjóðernisbarátta. 279 hins vegar. Rasmus Rasmussen heíir ávalt verið heitur 8jálfstæði8maður, enda gerir hann Sigmund ekki svo mik- inn mann, sem búast mætti við að þjóðhetja Færeyinga hefði verið. í nafni kristninnar fremur hann ofbeldis- verk og telur sér trú um, að með því vinni hann fyrir guðsríki. Sennilega er Havdingar hittast fremsta leikrit- ið, sem Færeyingar eiga, þó að raunar komi þar ekki margt til greina. Eftir Rasmus Rasmussen hafa birzt nokkur snotur kvæði. Ásamt C. Holm-Isaksen, ritstjóra Tingakross, valdi hann kvæðin i Songbóik Faroya fólks, sem bókmenta- félagið gaf út 1913. Þar er safnað að beztu kvæðum, sem ort hafa verið á færeysku síðasta mannsaldurinn, en þó farið jafnframt eftir því, hvort þau séu vel fallin til söngs. Og þó að leirburður komi fyrir innan um, er hókin hin merkasta, og sýnir vel, hversu langt Færeyingar hafa komist í þeirri skáldskapargrein, sem bezt skilyrði hefir til að geta þrifist hjá þeim, stuttum lýriskum kvæð- um. Jakob Dahl (f. 1878) tók próf í guðfræði 1905 og var eftir það um hríð kennari við gagnfræðaskólann í Þórs- höfn. Hann kendi þar á færeysku, og vakti það mikla reiði meðal sumra manna. Svo fór að Dahl var kærður fyrir skólastjórn, en hún vísaði málinu til ráðuneytisins ^anska. Ráðuneytið leitaði álits lögþingsins, en það gaf þann úrskurð, að kenslumálið skyldi vera danska. Um feið notuðu sambandsmenn færið til að koma inn dönsku ttáli í barnaskólana sem fyr segir. Dahl hélt áfram kenslu í færeysku við skólann eftir að hann hafði fengið prestsembætti. En 1913 var honum vikið frá og í hans stað settur ritstjóri Dimma- lættingar, Oluf Skaalum, sem hvað eftir annað hafði haldið þvi fram í blaði sínu, að færeyskan ætti engan annan rétt á sér en þann, að vera mállýzka sauðsvarts nlmúgans, og væri óhæf til alls þroska. Svo viturlega hagað móðurmálskenslunni í Færeyjum fyrir fáum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.