Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1919, Side 31

Skírnir - 01.12.1919, Side 31
Skírnir] Maður og kona. 237 Eitt sinn sem oftar var messað í Fiateyiarkirkju; var margt manna við kirkju. Eftir messu stóð Einar gamli úti og gaspraði við menn. Segir haun þá meðal annars: »Vitið þið piltar hvað hann Björn á Burstarfelli var breið- ur um herðarnar?« Þeir þóttust ófróðir um það. »Hann var þrjár álnir danskar yflr herðarnar«, sagði Einar. Rétt í þessu gekk Ólafur prófastur hjá, og er hann heyrði geipið i karlinum, segir hann brosandi: »Ætli þær hafi ekki verið fjórar, Einar ininn?« »Það má mikið vel vera, því maðurinn var geysi- stór«, sagði Einar. Daginn eftir fræddi hann húskarlana í Hólsbúð — svo hét býli Ólafs prófasts í Flatey — á þvi, að Björn á Burst- arfelli hefði verið fjórar álnir danskar yfir herðarnar. Hafði þá einhver orð á því, að þetta hefði einhver sagt honum af hrekk, til að reyna trúgimi hans. En Einar brást reiður við, og kvað ekki þurfa að rengja slíkt; árétt- aði hann mál sitt með því að segja: »Það eru ófúin fötin á þeim sem sagði það. Það var prófasturinn hérna«. Eins og fyr er getið, hét kona Einars Veronika, hæg- lætis kona og fremur lítið að manni; fór vel á með þeim. Frá bónorði sínu til hennar sagði Einar svo: »Við vorum vinnuhjú á sama bæ, Veronika mín og eg. Og mér leizt mæta vel á stúlkuna. Einu sinni vor- am við saman í heybandi, þá sagði eg við Veroniku: »Veronika min, ef þú vilt eiga mig þá vil eg eiga þig, en viljirðu ekki eiga mig, þá vil eg ekki heldur eiga þig«. Þá sagði Veronika mín: »Eg vil fegin eiga þig, Einar minn«. — Og svo var búið með það.« Þá var það líkt með Bjarna. á Leiti og Einari, að báð- ir voru matmenn með afbrigðum. Var Einar glöggur á að ekki væri af sér dregið, og ekki var hann meir en svo ánægður með skamtinn í Hólsbúð, sem marka má af þvi, er hann sagði eitt sinn: »Vitið þið piltar hvað er í askinum mínum: Hálf lifur, heil lungu, hálfar garnir,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.