Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1919, Side 72

Skírnir - 01.12.1919, Side 72
278 Færeysk þjóðeraisbarátta. [Skírnir mitt hann varð til þess, að yrkja þjóðhymna Færeyinga: Tú alfagra land mítt. Árin 1903—6 gaf hann út á hverj- um áramótum Jóla- og nyjársbók með greinum og Ijóð- um, einkura kristilegs efnis. Að miklu leyti hafði liann samið það sjálfur eða þýtt. I sjónleiknum Vár, sem út kom neðanmáls í Tingakrossi 1904, lýsir hann vorgróðri hinna ungu Færeyja. I nokkur ár var hann ritstjóri bíiruablaðsins Ungu Feroyar, sem líka var læsilegt fyrir fullorðna; meðal annars kom þar út þýðing á Víga-Glúms- sögu. Blaðið er nú hætt að koma út, og er það illa farið. Rasmus Rasmussen hefir frá fyrsta fari verið sam- kennari Símunar av Skarði við lýðháskólann. í Búreising skrifaði hann mikið, einkum um eðlisfræðileg efni, að- aðdráttarafl, rafmagn, o. fl. 1910 gaf bókmentafélagið út jurtafræði (Plantulœru) eftir hann; fyrir íslending er gam- an að sjá, hve mörg þeirra fræðiorða, sem hann notar, eru tekin upp úr íslenzku. Ásamt M. A. Jacobsen heíir hann samið reikningsbók fyrir börn (Roknibok 1916), hina fyrstu á færeysku. Árin 1906—8 skrifaði hann nokkrar stuttar sögur í Tingakrossi undir dulnefninu Regin í TAð. Þær voru síð- ar *gefnar út í sérstakri bók, Glámlýsi 1912. Þó að efnið í þessum sögum sé ekki nýtt, hefir höfundi tekist að bregða yfir þær svo færeyskum lit, að ánægja er að lesa þær. Sama er að segja um skáldsöguna Bábelstornið, sem bók- mentafélagið gaf út 1909. Það er ættarsaga, segir frá þremur feðgum, er hinn fyrsti var uppi á dögum Niels Winthers, og er látinn vera samherji hans. Ef á heild- ina er litið, er sagan heldur lausleg, en sarnt sem áður bregður hún upp einkar ljósri og fróðlegri mynd af lífi manna í Færeyjum, deyfð almennings og sinnuleysi um allar framfrarir, og lotningu hans fyrir því, sem útlent er. Alt snýst þar í fámenninu um persóuur, ekki málefni. Eftir Regin í Lið kom út í Tingakrossi 1910 leikurinn Hovdingar hittast með efni frá dögum Sigmundar Brestis- sonar og Þrándar í Götu. Skáldið lýsir þar baráttu heiðni og sjálfstæðis annars vegar gegn kristni og konungsvaldi

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.